Innlent

Geta náð í eignir fram til 2012

Allsherjarnefnd Alþingis segir flókið að sanna hvort tilfærsla eigna í kringum bankahrunið hafi verið málamyndagerningar.
Allsherjarnefnd Alþingis segir flókið að sanna hvort tilfærsla eigna í kringum bankahrunið hafi verið málamyndagerningar.
Hægt verður að rifta færslu eigna til skyldmenna í kringum bankahrunið allt að fjögur ár aftur í tímann í stað tveggja að hámarki gangi frumvarp um breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti eftir. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir málinu í nóvember í fyrra og var það afgreitt úr allsherjarnefnd Alþingis á föstudag.

Í áliti nefndarinnar segir að riftunarmál séu að verða sífellt flóknari og því tímafrekara að skýra hvort um málamyndagerninga sé að ræða. Því sé nauðsynlegt að lengja frestinn. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×