Ríkisstjórn bankahrunsins burt 18. apríl 2010 19:40 Viðskiptasiðfræðingur segir að allir þeir sem sátu í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins og sitja ýmist sem ráðherrar eða þingmenn í dag ættu að axla ábyrgð. Til að vinna traust almennings að nýju væri eðlilegast fyrir þá að stíga til hliðar. Stjórnmálafræðingur setur spurningamerki við það að þingmenn víki einungis tímabundið frá þingstörfum. Helga Arnardóttir.Þrír þingmenn hafa vikið af þingi Á morgun er liðin vika frá því skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út og hafa fjórir stjórnmálamenn brugðist við tíðindum hennar. Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi viðskiptaráðherra sagði af sér þingflokksformennsku síðastliðinn mánudag og tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum á fimmtudag. Á föstudag ákvað Illugi Gunnarsson formaður þingflokks Sjálfstæðismanna að taka sér tímabundið leyfi frá þingstörfum vegna stjórnarsetu hans í peningamarkaðssjóði Glitnis sem nú er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Í gær dró sannarlega til tíðinda því lykilkonur Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir öxluðu ábyrgð á mistökum sínum í aðdraganda hrunsins. Þeir sem sátu í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins víki En hvað segja álitsgjafar fréttastofu um atburðarrás undanfarinna daga?Stefán Einar. Mynd/Rósa„Mér finnst þetta vera skref í rétta átt. Sumir vilja meina að ekki sé gengið nógu langt en þetta eru þó einhver viðbrögð og menn virðast vera með því móti að gangast við ábyrgð sinni. Menn hafa velt því fyrir sér hvort þeir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn á þeim tíma sem hrunið átti sér stað og sitja enn í ráðherraembættum hvort þeir þurfi ekki að gera hreint fyrir sínum dyrum," segir Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur í Háskóla Reykjavíkur. Hann segir eðlilegast fyrir þá að víkja til hliðar til að vinna traust almennings að nýju. Það sama gildi um þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem sátu í ríkisstjórn þegar hrunið varð.Fá dæmi um að stjórnmálamenn víki vegna mistaka „Maður náttúrulega myndi vilja sjá fleiri stíga meira afgerandi skref og sjá þá víkja af þingi. Ekki bara tímabundið heldur fara frá og sækja svo þetta umboð aftur hafi þeir áhuga á," segir Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands.Silja Bára. Mynd/Hörður SveinssonHún tilgreinir til að mynda þingmenn sem þáðu stærstu styrkina frá fjármálafyrirtækjunum í kosningabaráttu sinni. „Þó að maður myndi vilja sjá fólk axla ábyrgð á sínum mistökum þá er ekki hefð fyrir því á Íslandi. Við höfum mjög fá dæmi um að stjórnmálamenn eða ráðherrar víki vegna mistaka," bætir hún við. „Í raun og veru er pólitíska ábyrgðin í höndum formanna flokkanna. Það eru þeir sem eru áhrifamestir um það að mynda samsteypustjórn, það eru þeir sem ráða mestu um stefnuyfirlýsingu flokka og þeir koma að hinum stóru málum sem ríkisstjórnir fást við á hverjum tíma," segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins. Davíð og Halldór bera ríka ábyrgð „Formenn flokkanna á því tímabili sem bankakerfið hrundi voru náttúrulega Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Mér finnst Ingibjörg hafa stigið fyrsta skrefið í axla ábyrgð í gær en Geir hefur ekki gert það," bætir hann við.Hann segir hins vegar Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins einnig bera ríka ábyrgð. „Stjórnmálaflokkarnir sem báru ábyrgð á þeirri óstjórn á Íslandi sem leitt hefur þessar þungu búsifjar yfir þjóðina og almenning. Það eru þeirra flokkar sem eiga að gera upp við þessa menn," segir hann að lokum. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Viðskiptasiðfræðingur segir að allir þeir sem sátu í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins og sitja ýmist sem ráðherrar eða þingmenn í dag ættu að axla ábyrgð. Til að vinna traust almennings að nýju væri eðlilegast fyrir þá að stíga til hliðar. Stjórnmálafræðingur setur spurningamerki við það að þingmenn víki einungis tímabundið frá þingstörfum. Helga Arnardóttir.Þrír þingmenn hafa vikið af þingi Á morgun er liðin vika frá því skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út og hafa fjórir stjórnmálamenn brugðist við tíðindum hennar. Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi viðskiptaráðherra sagði af sér þingflokksformennsku síðastliðinn mánudag og tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum á fimmtudag. Á föstudag ákvað Illugi Gunnarsson formaður þingflokks Sjálfstæðismanna að taka sér tímabundið leyfi frá þingstörfum vegna stjórnarsetu hans í peningamarkaðssjóði Glitnis sem nú er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Í gær dró sannarlega til tíðinda því lykilkonur Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir öxluðu ábyrgð á mistökum sínum í aðdraganda hrunsins. Þeir sem sátu í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins víki En hvað segja álitsgjafar fréttastofu um atburðarrás undanfarinna daga?Stefán Einar. Mynd/Rósa„Mér finnst þetta vera skref í rétta átt. Sumir vilja meina að ekki sé gengið nógu langt en þetta eru þó einhver viðbrögð og menn virðast vera með því móti að gangast við ábyrgð sinni. Menn hafa velt því fyrir sér hvort þeir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn á þeim tíma sem hrunið átti sér stað og sitja enn í ráðherraembættum hvort þeir þurfi ekki að gera hreint fyrir sínum dyrum," segir Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur í Háskóla Reykjavíkur. Hann segir eðlilegast fyrir þá að víkja til hliðar til að vinna traust almennings að nýju. Það sama gildi um þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem sátu í ríkisstjórn þegar hrunið varð.Fá dæmi um að stjórnmálamenn víki vegna mistaka „Maður náttúrulega myndi vilja sjá fleiri stíga meira afgerandi skref og sjá þá víkja af þingi. Ekki bara tímabundið heldur fara frá og sækja svo þetta umboð aftur hafi þeir áhuga á," segir Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands.Silja Bára. Mynd/Hörður SveinssonHún tilgreinir til að mynda þingmenn sem þáðu stærstu styrkina frá fjármálafyrirtækjunum í kosningabaráttu sinni. „Þó að maður myndi vilja sjá fólk axla ábyrgð á sínum mistökum þá er ekki hefð fyrir því á Íslandi. Við höfum mjög fá dæmi um að stjórnmálamenn eða ráðherrar víki vegna mistaka," bætir hún við. „Í raun og veru er pólitíska ábyrgðin í höndum formanna flokkanna. Það eru þeir sem eru áhrifamestir um það að mynda samsteypustjórn, það eru þeir sem ráða mestu um stefnuyfirlýsingu flokka og þeir koma að hinum stóru málum sem ríkisstjórnir fást við á hverjum tíma," segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins. Davíð og Halldór bera ríka ábyrgð „Formenn flokkanna á því tímabili sem bankakerfið hrundi voru náttúrulega Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Mér finnst Ingibjörg hafa stigið fyrsta skrefið í axla ábyrgð í gær en Geir hefur ekki gert það," bætir hann við.Hann segir hins vegar Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins einnig bera ríka ábyrgð. „Stjórnmálaflokkarnir sem báru ábyrgð á þeirri óstjórn á Íslandi sem leitt hefur þessar þungu búsifjar yfir þjóðina og almenning. Það eru þeirra flokkar sem eiga að gera upp við þessa menn," segir hann að lokum.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira