Innlent

Er Hrafn lordinn af Laugarnestanga?

Reykjavíkurborg hefur gefið Hrafni Gunnlaugssyni frest til morguns til að fjarlægja muni utan lóðarmarka hans við Laugarnestanga. Hrafn segir þetta lögleysu. Hann segist jafnframt hafa álfa- og huldufólk með sér og að hið mjúka muni sigra hið harða. Fréttastofa Stöðvar 2 heimsótti Hrafn í Laugarnestangann í dag. Hægt er að horfa á fréttina hér.

Hrafn hefur verið í bréfasamskiptum við embættismenn árum saman vegna fasteignar hans við Laugarnestanga, en m.a var rætt um að borgin keypti af honum húsið og tæki við rekstri þess. Þá fékk hann tilboð frá Bjarna Ármannssyni forstjóra Glitnis í húsið fyrir bankahrunið. Reykjavíkurborg hefur nú krafist þess að Hrafn fjarlægi muni utan lóðarmarka í Laugarnestanga og hefur hann frest til klukkan níu í fyrramálið til að fjarlægja þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×