Innlent

Icelandair inn fyrir Bakkavör

Hlutabréf Icelandair Group verða aftur hluti af Úrvalsvísitölunni eftir rúmt ár úti í kuldanum.
 Fréttablaðið/pjetur
Hlutabréf Icelandair Group verða aftur hluti af Úrvalsvísitölunni eftir rúmt ár úti í kuldanum. Fréttablaðið/pjetur
Icelandair Group tekur sæti Bakkavarar Group í Úrvalsvísitölunni í dag. Ákveðið var á hluthafafundi Bakkavarar í marslok að taka félagið af markaði og gera það að einkahlutafélagi. Síðasti dagur félagsins sem skráð hlutafélag var á föstudag.

Hlutabréf Icelandair Group voru hluti af Úrvalsvísitölunni þegar fimmtán fyrirtæki mynduðu hana en þau duttu út þegar ný vísitala, sem samanstóð af hlutabréfum þeirra sex fyrirtækja sem mest er verslað með, var tekin upp í byrjun árs 2009. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×