Innlent

Viðgerð á veginum við Markarfljót lokið

Vegurinn rofnaði síðustu viku.
Vegurinn rofnaði síðustu viku. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Viðgerð á hringveginum við Markarfljót er lokið en vegurinn verður þó ekki opnaður fyrir almenna umferð að svo stöddu. Neyðarflutningur verður því áfram háður leyfi lögreglu og almannavarna.

Ef frá eru talin vandamálin á gossvæðinu er greiðfært um allt sunnanvert landið, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vestgjörðum eru hálkublettir á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Á Norðurlandi eru hálkublettir á Vatnsskarði, Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum. Snjóþekja og snjókoma er á norðausturhorninu.

Austanlands eru hálkublettir á Sandvíkurheiði og Vopnafjarðarheiði. Hálka er á Möðrudalsöræfum. Hálkublettir eru á öðrum fjallvegum og sumstaðar éljagangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×