Fleiri fréttir Sarkozy stokkar upp eftir kosningaósigur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur gert breytingar á ríkisstjórn sinni í kjölfar ósigurs í héraðskosningunum um liðna helgi. 23.3.2010 08:42 Tólf stútar teknir úr umferð Tólf ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu um helgina fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 23.3.2010 08:14 Aftakaveður í nótt - 50 metrar á sekúndu Aftakaveður var í Mýrdal í gærkvöldi og fram á nótt. Þakplötur fuku af húsum á þremur bæjum og var björgunarsveitin Víkverji kölluð út til aðstoðar við mjög erfiðar aðstæður. 23.3.2010 08:10 Lítið sást af gosinu í nótt Gosóróinn undir Fimmvörðuhálsi er hættur að aukast nema hvað af og til bætir aðeins í hann, en svo hjaðnar hann aftur. Einhverjar gufusprengingar urðu í gærkvöldi, líkt og í gærmorgun, og fór strókurinn þá upp í nokkurra kílómetra hæð. 23.3.2010 07:11 Eldsvoði í miðbænum: Batteríið brann Eldur kom upp í gömlu húsi í miðborg Reykjavíkur sem hýsir meðal annars skemmtistaðinn Batteríið í Hafnarstræti. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað á vettvang og er húsið mikið skemmt. Reykkafarar fóru inn í húsið og reyndist það mannlaust. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn læsti sig í nærliggjandi hús en mörg sögufræg hús eru á svæðinu á borð við Gauk á Stöng, Kaffi Reykjavík og Fálkahúsið. 23.3.2010 06:56 Minnihluti vill slaka á umhverfiskröfum Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins er andsnúinn því að slaka á kröfum um umhverfisvernd til að greiða fyrir nýjum stóriðjuframkvæmdum. 23.3.2010 06:30 Katla er ekki vöknuð þrátt fyrir lætin Hraunrennsli jókst í eldgosinu í Eyjafjallajökli í gær og er skjálftavirkni meiri undir kvöld en áður. Gossprungan er um fimm hundruð metrar að lengd og hefur ekki stækkað. Upp úr henni standa nokkrir tæplega tvö hundruð metra háir gosstrókar. „Þótt þetta sé ekki stórgos þá hefur það færst í aukana og órói vaxið. Meira berst af kviku undan yfirborðinu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 23.3.2010 06:00 Þótti millifærslur Hauks ólógískar Báðir fyrrverandi bankastjórar Landsbankans báru vitni fyrir dóminum í gær. Halldór J. Kristjánsson gaf símaskýrslu frá Edmonton í Kanada og Sigurjón Þ. Árnason mætti á staðinn. 23.3.2010 06:00 Sagði Elínu ekkert þrátt fyrir tvo fundi Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans, sem ákærður er fyrir fjárdrátt, segir ákæruna algjörlega tilefnislausa. Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu í gær. 23.3.2010 06:00 Skar mann á háls með brotinni bjórkrús Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags eftir að hann skar annan mann á háls með brotinni bjórkrús um helgina. 23.3.2010 05:30 Hvorki vopn né hermenn fylgja starfseminni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir fulla ástæðu til að taka hugmyndum hollenska fyrirtækisins E.C.A. Program með jákvæðu hugarfari. E.C.A. er einkarekið hernaðarfyrirtæki sem vill koma upp einkareknum flota vopnlausra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli. 23.3.2010 05:30 Handtekur fólk ef það neitar að fara Afar mikilvægt er að fólk hlýði fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa hættusvæði, segir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Komi til þess að bjarga þurfi fólki sem tekur óþarfa áhættu, hefur fólkið ekki bara sett sig og sína í hættu, heldur björgunarmennina líka. Lögreglan á Hvolsvelli handtekur fólk sem ekki hlýðir þessum fyrirmælum, enda eru mannslíf í húfi. Gossvæði flokkist vitanlega undir hættusvæði. 23.3.2010 04:30 Dagsektir vegna hættu af brunahúsi Borgarráð hefur samþykkt að gefa eiganda Baldursgötu 32 þrjátíu daga lokafrest til að fjarlægja húsið sem skemmdist í eldi á fyrri hluta árs 2008. 23.3.2010 04:30 Bretar fylgjast grannt með gosinu í Eyjafjallajökli Röskun varð ekki á farþegaflugi af völdum gossins í Eyjafjallajökli í gær ef frá eru taldar tafir í skamman tíma á millilandaflugi um morguninn. Aðeins er heimilt að fljúga í átta þúsund feta hæð yfir gossvæðinu og innan ákveðinna marka. 23.3.2010 04:15 Gætu opnað kaffi-hús fyrir ferðamenn Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. 23.3.2010 04:15 Tækin í TF-SIF TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur nýst jarðeðlisfræðingum sem öðrum vel við rannsóknir á gossvæðinu á Eyjafjallajökli. 23.3.2010 04:15 Prestar og nunnur undir grun Fjórir prestar og tvær nunnur í biskupsdæminu í Regensburg í Þýskalandi sæta rannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi. Biskupsdæmið hóf rannsóknina í byrjun mánaðarins eftir að rúmlega 300 fyrrverandi nemendur tilkynntu að þeir hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í Regensburg. 23.3.2010 04:15 Allir í viðbragðsstöðu „Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. 23.3.2010 04:00 Einkenni flúoreitrunar í dýrum Hætta á flúoreitrun er meiri af gosum úr Eyjafjallajökli en Kötlu. Í jöklinum er berg svipað og á Heklusvæðinu, sem er með þrefalt magn af flúor. Svo segir Sigurður Sigurðarson dýralæknir í samantekt um áhrif eldgosa á dýr. Hér á eftir fara fróðleikspunktar úr samantektinni. 23.3.2010 04:00 Endurskapa vinnumarkað Stefnt er að sameiningu Vinnueftirlits ríkisins og Vinnumálastofnunar undir merkjum Vinnumarkaðsstofnunar um áramót. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti áformin í gærmorgun. 23.3.2010 03:45 Bjarni Harðar í 2. sæti hjá VG í Árborg Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sætið á framboðslista Vinstri grænna í Árborg vegna bæjarstjórnarkosninganna í maí. Bjarni var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í kosningunum 2007 en hann sagði af sér þingmennsku haustið 2008 í kjölfar þess að tölvupóstur þar sem hann hjólaði í Valgerði Sverrisdóttur fór óvart á fjölmiðla. Í aðdraganda þingkosninganna 2009 stofnaði Bjarni nýtt framboð L-lista fullveldissina sem dró síðar framboð sitt til baka. 22.3.2010 23:40 Hittir Benedikt páfa í vikunni Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup hittir Benedikt páfa í Vatíkaninu í Róm síðar vikunni. Pétur mun eiga með honum fund þar sem gefur páfa skýrslu um starf kaþólsku kirkjunnar hér á landi. Slíkir fundir eru haldnir að jafnaði á fimm ára fresti, að sögn séra Patreks Breen. Sjö ár eru þó síðan að biskup kaþólikka hér landi hitti páfa. Vegna heilsuleysis Jóhannesar páfa þurfti að fresta fundi á sínum tíma. 22.3.2010 21:34 „Ég elska þessa konu“ Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson, eða Gunnar í Krossinum eins og hann er oftast kallaður, giftu sig í gær í viðurvist barna sinna. Rætt var við hin nýbökuðu hjón í Íslandi í dag. 22.3.2010 20:30 Lögreglumenn í Reykjavík krefjast breytinga Á fjölmennum félagsfundi Lögreglufélags Reykjavíkur í kvöld var samþykkt ályktun vegna breytinga á vinnutíma og á rekstri lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu. 22.3.2010 22:26 Vilhjálmur: Stöðugleikasáttmálinn ekki í gildi „Þetta hefur allt saman verið gert undir merkjum stöðugleikasáttmálans og nú þegar búið er að afgreiða málið með þessum hætti þá lítum við svo á að ríkisstjórnin sé að vísa okkur úr stöðugleikasáttmálanum,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins. Sáttmálinn er að hans sögn brostinn eftir að Alþingi samþykkti í dag frumvarp um stjórn fiskveiða. Það heimilar sjávarútvegsráðherra að auka skötuselskvóta. 22.3.2010 22:23 Þýðing Lissabonsáttmálans hefst innan skamms Áætlanir utanríkisráðuneytisins gera ráð fyrir að þýðing stofnsáttmála Evrópusambandsins og Lissabonsáttmálans hefjist á næstu vikum og verði lokið síðar á árinu. Þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. 22.3.2010 20:45 Gosið á Fimmvörðuhálsi í dag - myndskeið Þrátt fyrir að vera lítið á mælikvarða íslenska hálendisins er hraungosið á Fimmvörðuhálsi mikið sjónarspil. Sigríður Mogensen, fréttamaður Stöðvar 2, og myndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson flugu yfir svæðið eftir hádegi í dag. 22.3.2010 19:46 Túlkunaratriði hvort rannsóknarnefndin hafi brotið lög Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins hefur verið frestað enn einu sinni og verður hún birt hinn 12. apríl næstkomandi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur þegar brotið lög um sjálfa sig með því fresta birtingu skýrslunnar, en forseti Alþingis segir það túlkunaratriði. 22.3.2010 19:32 Brýnt að eyða óvissu um framtíð sjávarútvegsins Sjávarútvegur gegnir lykilhlutverki í íslensku atvinnulífi og þá sérstaklega á Vestfjörðum þar sem um helmingur tekna atvinnulífsins kemur frá sjávarútvegi, að mati atvinnumálanefndar Vesturbyggðar. 22.3.2010 19:19 Krafturinn fer vaxandi Gosið á Fimmvörðuhálsi hefur færst í aukana í dag. Hraunbreiðan á hálsinum hefur tvöfaldast frá því í gær. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Hann á von á því að gosið haldi áfram næstu daga. 22.3.2010 19:02 Íbúar fá að snúa heim - rýmingu aflétt Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að rýmingu hafi verið aflétt og að íbúar sem þurftu að yfirgefa hús sín eftir að eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi fái að snúa heim. Þetta var á ákveðið á fundi almannavarnarnefndar í dag. Eigendur sumarhúsa á svæðinu eru beðnir um að vera ekki í húsunum. „Við munum hins vegar auka löggæslueftirlit þannig að við verðum fljótir að bregðast við eitthvað kemur upp á.“ 22.3.2010 18:45 Kristján Möller: Höfum ekki efni á átökum á vinnumarkaði Alþingi samþykkti í dag lögbann við verkfalli flugvirkja Icelandair. Millilandaflug Icelandair hefur legið niðri í allan dag vegna verkfallsins en áætlunarflug hófst að nýju nú skömmu fyrir fréttir. Samgönguráðherra segir að þjóðarbúið hafi ekki efni á átökum á vinnumarkaði. 22.3.2010 18:42 Varað við óveðri á Suðurlandi Vegagerðin varar við óveðri á Suðurlandi frá Vík í Mýrdal og vestur undir Markarfljót. Einnig er varað við óveðri á Vestfjörðum á Hálfdáni, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum - og á Suðausturlandi er óveður við Sandfell í Öræfum. 22.3.2010 18:04 Bílum stolið á höfuðborgarsvæðinu Tveimur bílum var stolið á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Annar var tekinn í Kópavogi þar sem hann var skilinn eftir ólæstur og með bíllykilinn í kveikjulásnum. Hinn var tekinn í Reykjavík en báðir bílarnir eru nú komnir í leitirnar. 22.3.2010 17:52 Karl á fimmtugsaldri skorinn í hálsinn Átta líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina og voru þær flestar minniháttar. Sú alvarlegasta átti sér stað í heimahúsi í austurborginni á laugardagsmorgun en þar var maður stunginn og/eða skorinn í hálsinn, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. 22.3.2010 17:50 Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja - Atli sat hjá Alþingi samþykkti klukkan fimm í dag lög sem stöðva verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair og hófst í morgun. Frumvarp samgönguráðherra var samþykkt með 38 atkvæðum gegn tveimur. Atli Gíslason, þingmaður VG, sat hjá. 22.3.2010 17:20 Vatn er banvænn drykkur Fleira fólk deyr árlega af menguðu vatni en samtals vegna allara ofbeldisverka að meðtöldu stríði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um vatnsbúskap í heiminum. 22.3.2010 16:46 Búist við árás á Lundúni á Ólympíuleikunum Bresk stjórnvöld segja mikla hættu á að hryðjuverkaárás verði gerð á Lundúni þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir þar árið 2012. 22.3.2010 16:30 Gore og vorið Bill Clinton gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum þekktum mönnum þegar hann flutti erindi í Gridiron klúbbi blaðamanna í Washington um helgina. 22.3.2010 16:05 Landsbankinn styrkti mest - 150 lögaðilar nafnlausir Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 44 milljónir króna á tímabilinu 2002 til 2006 samkvæmt yfirliti sem flokkurinn hefur gert opinbert á heimasíðu sinni. 22.3.2010 16:02 Flugumferðarstjórar líkja þingmönnum við rakka Félag íslenskra flugumferðarstjóra fordæmir inngrip ríkisstjórnar og Alþingis í kjaradeilu flugvirkja. Í yfirlýsingu frá þeim segir að ríkisstjórnin sýni einbeittan og ítrekaðan brotavilja þegar kemur að stjórnarskrárbundnum réttindum launþega í kjarabaráttu og alþingismenn koma hlaupandi eins og rakkar þegar kallið kemur til að stimpla gjörninginn. 22.3.2010 15:40 Tók leigubíl frá flugslysi Átta manna áhöfn var um borð í Tupolev þotu rússneska flugfélagsins Aviastar-TU sem brotlenti einn kílómetra frá flugvelli í Moskvu í gær. 22.3.2010 15:35 Þinghlé framlengt vegna lögbanns á verkfall flugvirkja Fundur er ekki hafinn á Alþingi en til stóð að greiða atkvæði upp úr klukkan hálf fjögur í dag um lögbann á verkfallsaðgerðir flugvirkja. Fundinum var frestað til fimmtán mínútur í fjögur en frumvarpið er nú rætt innan samgöngumálanefndar á Alþingi. 22.3.2010 15:33 Hraun olli gufustrókum Ólafur Sigurjónsson í Forsæti flaug yfir gosstöðvarnar á milli klukkan 8 og 9 í morgun en hann telur að gufustrókar hafi myndast þegar hraun rann yfir jökulinn en ekki að gossprungan hafi lengst. 22.3.2010 15:27 Vindar blása ís frá Norðurskautinu Japanskir vísindamenn telja að vindar eigi jafnvel helmings þátt í minnkun íss á Norðurskautinu undanfarna áratugi. 22.3.2010 14:59 Sjá næstu 50 fréttir
Sarkozy stokkar upp eftir kosningaósigur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur gert breytingar á ríkisstjórn sinni í kjölfar ósigurs í héraðskosningunum um liðna helgi. 23.3.2010 08:42
Tólf stútar teknir úr umferð Tólf ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu um helgina fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 23.3.2010 08:14
Aftakaveður í nótt - 50 metrar á sekúndu Aftakaveður var í Mýrdal í gærkvöldi og fram á nótt. Þakplötur fuku af húsum á þremur bæjum og var björgunarsveitin Víkverji kölluð út til aðstoðar við mjög erfiðar aðstæður. 23.3.2010 08:10
Lítið sást af gosinu í nótt Gosóróinn undir Fimmvörðuhálsi er hættur að aukast nema hvað af og til bætir aðeins í hann, en svo hjaðnar hann aftur. Einhverjar gufusprengingar urðu í gærkvöldi, líkt og í gærmorgun, og fór strókurinn þá upp í nokkurra kílómetra hæð. 23.3.2010 07:11
Eldsvoði í miðbænum: Batteríið brann Eldur kom upp í gömlu húsi í miðborg Reykjavíkur sem hýsir meðal annars skemmtistaðinn Batteríið í Hafnarstræti. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað á vettvang og er húsið mikið skemmt. Reykkafarar fóru inn í húsið og reyndist það mannlaust. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn læsti sig í nærliggjandi hús en mörg sögufræg hús eru á svæðinu á borð við Gauk á Stöng, Kaffi Reykjavík og Fálkahúsið. 23.3.2010 06:56
Minnihluti vill slaka á umhverfiskröfum Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins er andsnúinn því að slaka á kröfum um umhverfisvernd til að greiða fyrir nýjum stóriðjuframkvæmdum. 23.3.2010 06:30
Katla er ekki vöknuð þrátt fyrir lætin Hraunrennsli jókst í eldgosinu í Eyjafjallajökli í gær og er skjálftavirkni meiri undir kvöld en áður. Gossprungan er um fimm hundruð metrar að lengd og hefur ekki stækkað. Upp úr henni standa nokkrir tæplega tvö hundruð metra háir gosstrókar. „Þótt þetta sé ekki stórgos þá hefur það færst í aukana og órói vaxið. Meira berst af kviku undan yfirborðinu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 23.3.2010 06:00
Þótti millifærslur Hauks ólógískar Báðir fyrrverandi bankastjórar Landsbankans báru vitni fyrir dóminum í gær. Halldór J. Kristjánsson gaf símaskýrslu frá Edmonton í Kanada og Sigurjón Þ. Árnason mætti á staðinn. 23.3.2010 06:00
Sagði Elínu ekkert þrátt fyrir tvo fundi Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans, sem ákærður er fyrir fjárdrátt, segir ákæruna algjörlega tilefnislausa. Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu í gær. 23.3.2010 06:00
Skar mann á háls með brotinni bjórkrús Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags eftir að hann skar annan mann á háls með brotinni bjórkrús um helgina. 23.3.2010 05:30
Hvorki vopn né hermenn fylgja starfseminni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir fulla ástæðu til að taka hugmyndum hollenska fyrirtækisins E.C.A. Program með jákvæðu hugarfari. E.C.A. er einkarekið hernaðarfyrirtæki sem vill koma upp einkareknum flota vopnlausra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli. 23.3.2010 05:30
Handtekur fólk ef það neitar að fara Afar mikilvægt er að fólk hlýði fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa hættusvæði, segir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Komi til þess að bjarga þurfi fólki sem tekur óþarfa áhættu, hefur fólkið ekki bara sett sig og sína í hættu, heldur björgunarmennina líka. Lögreglan á Hvolsvelli handtekur fólk sem ekki hlýðir þessum fyrirmælum, enda eru mannslíf í húfi. Gossvæði flokkist vitanlega undir hættusvæði. 23.3.2010 04:30
Dagsektir vegna hættu af brunahúsi Borgarráð hefur samþykkt að gefa eiganda Baldursgötu 32 þrjátíu daga lokafrest til að fjarlægja húsið sem skemmdist í eldi á fyrri hluta árs 2008. 23.3.2010 04:30
Bretar fylgjast grannt með gosinu í Eyjafjallajökli Röskun varð ekki á farþegaflugi af völdum gossins í Eyjafjallajökli í gær ef frá eru taldar tafir í skamman tíma á millilandaflugi um morguninn. Aðeins er heimilt að fljúga í átta þúsund feta hæð yfir gossvæðinu og innan ákveðinna marka. 23.3.2010 04:15
Gætu opnað kaffi-hús fyrir ferðamenn Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. 23.3.2010 04:15
Tækin í TF-SIF TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur nýst jarðeðlisfræðingum sem öðrum vel við rannsóknir á gossvæðinu á Eyjafjallajökli. 23.3.2010 04:15
Prestar og nunnur undir grun Fjórir prestar og tvær nunnur í biskupsdæminu í Regensburg í Þýskalandi sæta rannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi. Biskupsdæmið hóf rannsóknina í byrjun mánaðarins eftir að rúmlega 300 fyrrverandi nemendur tilkynntu að þeir hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í Regensburg. 23.3.2010 04:15
Allir í viðbragðsstöðu „Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. 23.3.2010 04:00
Einkenni flúoreitrunar í dýrum Hætta á flúoreitrun er meiri af gosum úr Eyjafjallajökli en Kötlu. Í jöklinum er berg svipað og á Heklusvæðinu, sem er með þrefalt magn af flúor. Svo segir Sigurður Sigurðarson dýralæknir í samantekt um áhrif eldgosa á dýr. Hér á eftir fara fróðleikspunktar úr samantektinni. 23.3.2010 04:00
Endurskapa vinnumarkað Stefnt er að sameiningu Vinnueftirlits ríkisins og Vinnumálastofnunar undir merkjum Vinnumarkaðsstofnunar um áramót. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti áformin í gærmorgun. 23.3.2010 03:45
Bjarni Harðar í 2. sæti hjá VG í Árborg Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður, skipar annað sætið á framboðslista Vinstri grænna í Árborg vegna bæjarstjórnarkosninganna í maí. Bjarni var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í kosningunum 2007 en hann sagði af sér þingmennsku haustið 2008 í kjölfar þess að tölvupóstur þar sem hann hjólaði í Valgerði Sverrisdóttur fór óvart á fjölmiðla. Í aðdraganda þingkosninganna 2009 stofnaði Bjarni nýtt framboð L-lista fullveldissina sem dró síðar framboð sitt til baka. 22.3.2010 23:40
Hittir Benedikt páfa í vikunni Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup hittir Benedikt páfa í Vatíkaninu í Róm síðar vikunni. Pétur mun eiga með honum fund þar sem gefur páfa skýrslu um starf kaþólsku kirkjunnar hér á landi. Slíkir fundir eru haldnir að jafnaði á fimm ára fresti, að sögn séra Patreks Breen. Sjö ár eru þó síðan að biskup kaþólikka hér landi hitti páfa. Vegna heilsuleysis Jóhannesar páfa þurfti að fresta fundi á sínum tíma. 22.3.2010 21:34
„Ég elska þessa konu“ Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson, eða Gunnar í Krossinum eins og hann er oftast kallaður, giftu sig í gær í viðurvist barna sinna. Rætt var við hin nýbökuðu hjón í Íslandi í dag. 22.3.2010 20:30
Lögreglumenn í Reykjavík krefjast breytinga Á fjölmennum félagsfundi Lögreglufélags Reykjavíkur í kvöld var samþykkt ályktun vegna breytinga á vinnutíma og á rekstri lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu. 22.3.2010 22:26
Vilhjálmur: Stöðugleikasáttmálinn ekki í gildi „Þetta hefur allt saman verið gert undir merkjum stöðugleikasáttmálans og nú þegar búið er að afgreiða málið með þessum hætti þá lítum við svo á að ríkisstjórnin sé að vísa okkur úr stöðugleikasáttmálanum,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins. Sáttmálinn er að hans sögn brostinn eftir að Alþingi samþykkti í dag frumvarp um stjórn fiskveiða. Það heimilar sjávarútvegsráðherra að auka skötuselskvóta. 22.3.2010 22:23
Þýðing Lissabonsáttmálans hefst innan skamms Áætlanir utanríkisráðuneytisins gera ráð fyrir að þýðing stofnsáttmála Evrópusambandsins og Lissabonsáttmálans hefjist á næstu vikum og verði lokið síðar á árinu. Þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. 22.3.2010 20:45
Gosið á Fimmvörðuhálsi í dag - myndskeið Þrátt fyrir að vera lítið á mælikvarða íslenska hálendisins er hraungosið á Fimmvörðuhálsi mikið sjónarspil. Sigríður Mogensen, fréttamaður Stöðvar 2, og myndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson flugu yfir svæðið eftir hádegi í dag. 22.3.2010 19:46
Túlkunaratriði hvort rannsóknarnefndin hafi brotið lög Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins hefur verið frestað enn einu sinni og verður hún birt hinn 12. apríl næstkomandi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur þegar brotið lög um sjálfa sig með því fresta birtingu skýrslunnar, en forseti Alþingis segir það túlkunaratriði. 22.3.2010 19:32
Brýnt að eyða óvissu um framtíð sjávarútvegsins Sjávarútvegur gegnir lykilhlutverki í íslensku atvinnulífi og þá sérstaklega á Vestfjörðum þar sem um helmingur tekna atvinnulífsins kemur frá sjávarútvegi, að mati atvinnumálanefndar Vesturbyggðar. 22.3.2010 19:19
Krafturinn fer vaxandi Gosið á Fimmvörðuhálsi hefur færst í aukana í dag. Hraunbreiðan á hálsinum hefur tvöfaldast frá því í gær. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Hann á von á því að gosið haldi áfram næstu daga. 22.3.2010 19:02
Íbúar fá að snúa heim - rýmingu aflétt Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að rýmingu hafi verið aflétt og að íbúar sem þurftu að yfirgefa hús sín eftir að eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi fái að snúa heim. Þetta var á ákveðið á fundi almannavarnarnefndar í dag. Eigendur sumarhúsa á svæðinu eru beðnir um að vera ekki í húsunum. „Við munum hins vegar auka löggæslueftirlit þannig að við verðum fljótir að bregðast við eitthvað kemur upp á.“ 22.3.2010 18:45
Kristján Möller: Höfum ekki efni á átökum á vinnumarkaði Alþingi samþykkti í dag lögbann við verkfalli flugvirkja Icelandair. Millilandaflug Icelandair hefur legið niðri í allan dag vegna verkfallsins en áætlunarflug hófst að nýju nú skömmu fyrir fréttir. Samgönguráðherra segir að þjóðarbúið hafi ekki efni á átökum á vinnumarkaði. 22.3.2010 18:42
Varað við óveðri á Suðurlandi Vegagerðin varar við óveðri á Suðurlandi frá Vík í Mýrdal og vestur undir Markarfljót. Einnig er varað við óveðri á Vestfjörðum á Hálfdáni, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum - og á Suðausturlandi er óveður við Sandfell í Öræfum. 22.3.2010 18:04
Bílum stolið á höfuðborgarsvæðinu Tveimur bílum var stolið á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Annar var tekinn í Kópavogi þar sem hann var skilinn eftir ólæstur og með bíllykilinn í kveikjulásnum. Hinn var tekinn í Reykjavík en báðir bílarnir eru nú komnir í leitirnar. 22.3.2010 17:52
Karl á fimmtugsaldri skorinn í hálsinn Átta líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina og voru þær flestar minniháttar. Sú alvarlegasta átti sér stað í heimahúsi í austurborginni á laugardagsmorgun en þar var maður stunginn og/eða skorinn í hálsinn, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. 22.3.2010 17:50
Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja - Atli sat hjá Alþingi samþykkti klukkan fimm í dag lög sem stöðva verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair og hófst í morgun. Frumvarp samgönguráðherra var samþykkt með 38 atkvæðum gegn tveimur. Atli Gíslason, þingmaður VG, sat hjá. 22.3.2010 17:20
Vatn er banvænn drykkur Fleira fólk deyr árlega af menguðu vatni en samtals vegna allara ofbeldisverka að meðtöldu stríði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um vatnsbúskap í heiminum. 22.3.2010 16:46
Búist við árás á Lundúni á Ólympíuleikunum Bresk stjórnvöld segja mikla hættu á að hryðjuverkaárás verði gerð á Lundúni þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir þar árið 2012. 22.3.2010 16:30
Gore og vorið Bill Clinton gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum þekktum mönnum þegar hann flutti erindi í Gridiron klúbbi blaðamanna í Washington um helgina. 22.3.2010 16:05
Landsbankinn styrkti mest - 150 lögaðilar nafnlausir Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 44 milljónir króna á tímabilinu 2002 til 2006 samkvæmt yfirliti sem flokkurinn hefur gert opinbert á heimasíðu sinni. 22.3.2010 16:02
Flugumferðarstjórar líkja þingmönnum við rakka Félag íslenskra flugumferðarstjóra fordæmir inngrip ríkisstjórnar og Alþingis í kjaradeilu flugvirkja. Í yfirlýsingu frá þeim segir að ríkisstjórnin sýni einbeittan og ítrekaðan brotavilja þegar kemur að stjórnarskrárbundnum réttindum launþega í kjarabaráttu og alþingismenn koma hlaupandi eins og rakkar þegar kallið kemur til að stimpla gjörninginn. 22.3.2010 15:40
Tók leigubíl frá flugslysi Átta manna áhöfn var um borð í Tupolev þotu rússneska flugfélagsins Aviastar-TU sem brotlenti einn kílómetra frá flugvelli í Moskvu í gær. 22.3.2010 15:35
Þinghlé framlengt vegna lögbanns á verkfall flugvirkja Fundur er ekki hafinn á Alþingi en til stóð að greiða atkvæði upp úr klukkan hálf fjögur í dag um lögbann á verkfallsaðgerðir flugvirkja. Fundinum var frestað til fimmtán mínútur í fjögur en frumvarpið er nú rætt innan samgöngumálanefndar á Alþingi. 22.3.2010 15:33
Hraun olli gufustrókum Ólafur Sigurjónsson í Forsæti flaug yfir gosstöðvarnar á milli klukkan 8 og 9 í morgun en hann telur að gufustrókar hafi myndast þegar hraun rann yfir jökulinn en ekki að gossprungan hafi lengst. 22.3.2010 15:27
Vindar blása ís frá Norðurskautinu Japanskir vísindamenn telja að vindar eigi jafnvel helmings þátt í minnkun íss á Norðurskautinu undanfarna áratugi. 22.3.2010 14:59