Erlent

Vatn er banvænn drykkur

Óli Tynes skrifar
Tugmilljónir manna hafa ekki aðgang að góðu vatni.
Tugmilljónir manna hafa ekki aðgang að góðu vatni.

Fleira fólk deyr árlega af menguðu vatni en samtals vegna allara ofbeldisverka að meðtöldu stríði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um vatnsbúskap í heiminum.

Á hverjum einasta degi er tveim milljörðum tonna af menguðu vatni dælt út úr verksmiðjum og heimilum. Sú mengun breiðir út sjúkdóma og skaðar vistkerfi.

Í skýrslunni segir að 3,7 prósent af öllum dauðsföllum í heiminum megi rekja til mengaðst vatns. Það þýðir milljónir dauðsfalla á ári hverju.

Einnig er sagt að það þurfi þrjá líta af ferskvatni vatni til þess að framleiða einn lítra af vatni á flösku. Í Bandaríkjunum þurfi 17 milljónir olíufata árlega til þess að framleiða vatn á flöskum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×