Fleiri fréttir

Jóhanna segir viðræðurnar gagnlegar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að fundur sinn með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olli Rehn, núverandi yfirmanni stækkunarmála, fyrr í dag hafi verið jákvæður. Þau hafi rætt hreinskilnislega um Icesave málið og samskipti Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Minningarbók um Steingrím Hermannsson

Á skrifstofu Framsóknarflokksins liggur frammi minningarbók þar sem þeir sem vilja heiðra minningu Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, geta ritað nafn sitt í. Fram kemur í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að hægt verður að koma við á skrifstofu flokksins, í dag, morgun föstudag og á mánudaginn frá klukkan eitt til fimm.

Kötturinn sem heilsar dauðanum

Köttur á bandarísku hjúkrunarheimili fyrir gamalt fólk með mikil elliglöp hefur nú spáð rétt fyrir um dauða fimmtíu sjúklinga.

Lögreglan lýsir eftir 14 ára stúlku

Lögreglan á Akureyri og Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar lýsa eftir Emilíönu Andrésardóttur. Ekkert hefur spurt til hennar frá því föstudaginn 29. janúar þegar hún fór að heiman frá sér. Emilíana er fædd árið 1996. Hún er dökkhærð, um 160 sentimterar á hæð og grannvaxin.

Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar til Haítí á vegum Rauða krossins

Hjúkrunarfræðingarnir Lilja Steingrímsdóttir og Maríanna Csillag eru á leið til Haítí þar sem þær munu starfa á tjaldsjúkrahúsi þýska Rauða krossins. Tjaldsjúkrahúsið sinnir 700 sjúklingum á dag, og er staðsett við íþróttaleikvang í Carrefour, einu fátækasta hverfi höfuðborgarinnar Port-au-Prince, en þar hafa tugþúsundir manna leitað skjóls við mjög slæmar aðstæður.

Leggja til breytingar á meðlagskerfinu

Nefnd sem falið var að endurskoða ákvæði barnalaga um framfærslu barna leggur til umfangsmiklar breytingar á meðlagskerfinu. Í frumvarpi sem nefndin hefur sett saman er lagt til rýmri samningsfrelsi foreldra um skiptingu kostnaðar vegna framfærslu barns og um greiðslu meðlags. Áhugasamir eru hvattir til að að kynna sér efni þess og senda dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu ábendingar.

Ólafur gagnrýnir laun Margrétar

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, segir að svar borgarstjóra við fyrirspurn sinni um laun og störf Margrétar Sverrisdóttur, varaborgarfulltrúa, staðfesti að hún hafi 212 þúsund krónur í laun á mánuði fyrir að meðaltali einn tveggja klukkustunda langan fund. Tímakaup hennar sé því 100 þúsund krónur.

Leiguverð lækkar

Leiguverð hefur lækkað allt að 31, 8 prósent frá vordögum 2008 til dagsins í dag samkvæmt könnun Neytendasamtakanna og birtist á heimasíðu þeirra. Einungis var kannað verð á leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu en gera má ráð fyrir að leiguíbúðir annars staðar séu heldur ódýrari. Þá er ekki um að ræða tæmandi könnun á markaðnum heldur voru einungis skoðaðar íbúðir sem eru auglýstar til leigu hjá leiga.is, Leigulistanum og Rentus.

Flest stöðugildi í utanríkisráðuneytinu

Alls voru 511,2 stöðugildi á aðalskrifstofum ráðuneytanna í árslok 2009. Þeim hafði þá fjölgað um átta frá því árinu áður. Flestir eða tæplega 90 störfuðu í utanríkisráðuneytinu í árslok 2009. Næstflest stöðugildi voru í fjármálaráðuneytinu og mennta- og menningarmálaráðuneytinu eða 70. Á sama tíma voru 20 stöðugildi í iðnaðarráðuneytinu og 20,6 í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

Breska þingið setur niður

Þrjúhundruð og níutíu breskum þingmönnum hefur verið skipað að endurgreiða samtals rúma eina milljón sterlingspunda fyrir margvíslegan kostnað sem þeir létu opinbera sjóði greiða.

Vilja að Pakistanar temji talibana

Það voru Pakistanar sem sköpuðu þessa ófreskju á sínum tima. Þeir þjálfuðu og vopnuðu talibana á níunda áratugnum. Þeir báru á þá fé og létu þeim meira að segja í té skriðdreka og stórskotalið.

Vonar að framkæmdir við Búðarhálsvirkjun hefjist fljótlega

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, vonar að framkæmdir við Búðarhálsvirkjun hefjist eftir nokkrar vikur. Ákvörðun umhverfisráðherra um að neita að staðfesta skipulagsbreytingar varðandi virkjanir í neðri Þjórsá hamla ekki uppbyggingu álvers í Helguvík. Rangt sé að halda öðru fram, að mati iðnaðarráðherra.

Einkaferð Jóhönnu til Brussel

Þingmenn tókust á í upphafi þingfundar í dag um ferð Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til Brussel þar sem hún fundar með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fram kom í máli utanríkisráðherra að um einkaheimsókn væri að ræða. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði forsætisráðherra hafa smánað þjóð sína.

Kosið um fallegasta frímerkið

Félagar í félagi frímerkjasafnara völdu fallegasta frímerkið 2009 nýlega með kosningu. Alls hlutu 9 merki atkvæði og yfirburðasigur vann frímerki með mynd af lunda.

Vatnstankurinn fundinn

Lögreglan á Suðurnesjum hafði upp á þrjátíu þúsund lítra vatnstankinum í gær eftir að fjölmiðlar birtu fréttir af hvarfi hans að beiðni lögreglunnar. Talið var að honum hefði verið stolið úr Sandgerði síðasta haust.

Hátt í 100 fjölmiðlakonur funduðu

Félag fjölmiðlakvenna harmar uppsagnir kvenna sem hafa gagnrýnt yfirmenn og eigendur fjölmiðla og krefst þess að hneykslanlegar uppsagnir á reyndum fjölmiðlakonum síðustu misserin verði leiðréttar og þær ráðnar aftur til starfa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Félagi fjölmiðlakvenna. Félagið hélt fund í gær sem hátt í 100 fjölmiðlakonur voru viðstaddar.

Jóhanna á fundi með Barroso

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, situr þessa stundina á fundi með José Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Fundurinn hófst klukkan tíu að íslenskum tíma og er áætlað er að hann standi í um 45 mínútur.

Hreppsnefnd undrast ákvörðun Svandísar

Hreppsnefnd Hrunamannahrepps lýsir undrun sinni á ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, að synja staðfestingar á skipulagsbreytingum varðandi virkjanir í neðri Þjórsá þar sem þátttaka Landsvirkjunar í kostnaði sveitarfélaga við skipulagsvinnu stangist á við skipulags- og byggingarlög. Hreppsnefndin gagnrýnir jafnframt þann langa tíma sem ráðherra hafði málið til umfjöllunar.

Tilkynningum til barnaverndanefnda fjölgaði um 16%

Tilkynningum til barnaverndanefnda fjölgaði um 16% á fyrstu mánuðum síðasta árs miðað við sama tímabil árið á undan, eða úr 5940 í 6906. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu er rúmlega 22% en rúmlega 4% á landsbyggðinni.

Segir Eið Smára víst hafa átt í ástarsambandi við Vanessu

Leigusali Vanessu Perconell, sem er sökuð um að hafa sængað hjá rúmlega hálfu fótboltaliði Chelsea, segir í viðtali við The Sun í dag að hún hefði margsinnis séð Eið Smára heima hjá Vanessu árið 2003. Bæði Eiður Smári og Vanessa hafa þvertekið fyrir að hafa átt í ástarsambandi.

Obama skapar sér óvild í Vegas

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skapað sér mikla óvild í Las Vegas vegna kærulausra ummæla sinna um borgina.

Handtók tvo timburþjófa

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo unga menn í portinu á bak við Bykó í Kauptúni í Garðabæ í nótt, þar sem þeir voru að stela timbri og setja á kerru, sem tengd var við stóran jeppa þeirra.

Hugsanlegt vanhæfi ráðuneytis verður skoðað

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segist ekki telja að hún eða starfsfólk dómsmálaráðuneytisins séu vanhæf til að úrskurða um það hvort veita eigi fólki gjafsókn í málum gegn ráðuneytinu.

Framkvæmdir bíða rétts tíma

Forsvarsmenn UB koltrefja í Skagafirði segjast enn vongóðir um að hægt verði að reisa koltrefjaverksmiðju í Skagafirði en staða á heimsmarkaði er hins vegar sú að ekki verður raunhæft að hefja framkvæmdir fyrr en eftir eitt til þrjú ár.

Taílenskum nuddara var úthýst án ástæðu

Umboðsmaður Alþingis segir félagsmálaráðuneytið ekki hafa farið að lögum þegar taílenskri konu var synjað um atvinnuleyfi á nuddstofu á Álftanesi. Hugsanlega hafi ráðuneytið bakað sér skaðabótaskyldu en það sé úrlausnarefni dómstóla.

Vandinn liggur í skuldabagga

Nefnd samgönguráðherra gerir það að tillögu sinni að hafnalög verði endurskoðuð. Eins að verkaskipting hafna verði auðvelduð og úrelding gerð möguleg. Þá er talið æskilegt að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga verði falið að hafa sérstakt eftirlit með rekstri þeirra.

Ráðherra ósammála bæjarstjórn um HSS

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir fullkomlega raunhæft að sveitarfélagið taki yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og verkefnið snúist ekki um fjármál sveitarfélaga. Heilbrigðisráðherra er því

Foreldrar hafa hagsmuni barna í forgangi í kreppunni

„Upplýsingar sem lágu fyrir hjá okkur fram að áramótum eru þær, að börnunum líður almennt vel nú á krepputímum. Foreldrar virðast setja þau í félagslegan og fjárhagslegan forgang.“

Segjast ekki hafa metið svigrúmið

Enginn viðskiptabankanna þriggja gefur upp hvaða endurheimtuhlutfall hann miðar við á húsnæðislánum, út frá virði lánasafna sem fengin voru úr gömlu bönkunum, eða hversu mikið svigrúm bankarnir hafi til afskrifta. Þeir segjast ekki hafa metið þetta endanlega, óljóst sé hvort endurheimtuhlutfallið sem miðað er við sé rétt.

Ekkert hækkað síðan 2004

Endurgreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) vegna tannréttinga barna og ungmenna hafa haldist óbreyttar síðan 2004.

Fiskvinnsla hefst aftur á Grenivík

Atvinnuleysi á Grenivík þurrkaðist út í byrjun vikunnar þegar bolfiskvinnsla hófst á ný í plássinu eftir átta mánaða hlé, eins og RÚV sagði frá í kvöldfréttum á þriðjudag.

Sækir um afslátt á gjöldum

Íbúðalánasjóður hefur sent sveitarfélögum erindi þar sem sótt er um afslátt á fasteignagjöldum vegna staðgreiðslu. Þá er óskað eftir að sorphirðugjöld falli niður, í þeim eignum sem standa auðar.

Varnargarðurinn verði utar

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps vill að lega á fyrirhuguðum sjóvarnargarði við Vík verði endurskoðuð.

Tugir barna til Evrópu á ári

Íslensk stjórnvöld hafa gert samstarfssamning um ættleiðingar frá Filippseyjum til Íslands. Félagið Íslensk ættleiðing hefur fengið löggildingu til að hafa milligöngu um ættleiðingarnar, segir Hörður Svavarsson, formaður félagsins.

Vilja kæra fyrir þjóðarmorð

Stríðsglæpadómstólnum í Haag hefur verið uppálagt af áfrýjunardómstól að endurskoða niðurstöðu sína um að ákæra ekki Omar al-Bashir, forseta Súdan, fyrir þjóðarmorð í Darfur-héraði. Niðurstaða dómstólsins í Haag er talin leggja grunninn að því að al-Bashir komist upp með að hafa skipulagt þjóðarhreinsanir í héraðinu.

Bílaumferð er minni en áður

Talsvert minni bílaumferð var nú í janúar en janúar í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þar segir að á sextán talningarstöðum við hringveginn hafi umferðin minnkað um þrjú prósent.

Hvergi fleiri matreiðslumeistarar á einum veitingastað

Ekkert veitingastaðaeldhús státar af jafnmörgum matreiðslumeisturum og á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði, eftir því sem blaðamaður kemst næst. Frá áramótum hafa þrír matreiðslumeistarar starfað þar. "Þetta er eini staðurinn þar sem eru svona margir matreiðslumeistarar eru, en alls staðar þar sem nemar eru er minnst einn matreiðslumeistari,“ segir Halldór Karl Valsson matreiðslumeistari. Ásamt honum luku þeir Eiríkur Gísli Johansson og Trausti Már Grétarsson tveggja ára matreiðslumeistaranámi um síðustu áramót. "Það er mjög sjaldgæft að það séu svona margir matreiðslumeistarar á sama stað. Það er nefnilega vöntun á matreiðslumeisturum,“ segir Halldór og bætir við að þörf sé á nemum Við Pollinn. "Ég held einnig að miðað við höfðatölu séu flestir matreiðslumeistarar á Ísafirði en svona fljótt talið þá erum við sex eða sjö sem búum hér.“

Gagnrýna stefnu Obama í þjóðaröryggismálum

Repúblikanar í Bandaríkjunum segjast sjá veikleika í baráttu Baracks Obama gegn hryðjuverkum. Þeir telja jafnframt að þessi veikleiki hans gæti skapað þeim sóknarfæri í kosningum til fulltrúadeildar þingsins næsta haust.

Sjá næstu 50 fréttir