Innlent

Leiguverð lækkar

Leiguverð hefur lækkað allt að 31, 8 prósent frá vordögum 2008 til dagsins í dag samkvæmt könnun Neytendasamtakanna og birtist á heimasíðu þeirra. Einungis var kannað verð á leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu en gera má ráð fyrir að leiguíbúðir annars staðar séu heldur ódýrari. Þá er ekki um að ræða tæmandi könnun á markaðnum heldur voru einungis skoðaðar íbúðir sem eru auglýstar til leigu hjá leiga.is, Leigulistanum og Rentus.

Mesta lækkunin reyndist vera á fimm herbergja íbúðum sem voru að meðalstærð um 115 fermetrar. Þá lækkaði leiguverðið um 31,8 prósent eða um rúmar 55 þúsund krónur frá vordögum 2008.

meðalleiga slíkra íbúða voru 160 þúsund krónur.

Minnsta lækkunin er á þriggja herbergja íbúðum sem voru að meðaltali 88 fermetrar. Lækunin nemur 13,3 prósentum eða tæplega 16.500 krónur. Meðalleiguverð á slíkum íbúðum voru 120 þúsund krónur.

Ekki er tekinn með í reikninginn kostnaður sem kann að skapast vegna rafmagns eða hússjóðs, heldur einungis leiguverðið sjálft. Ekki var heldur tekið tillit til þess hvort einhver húsbúnaður fylgdi með í leigunni.

Gera má ráð fyrir að raunveruleg lækkun sé umtalsvert meiri, enda gera flestir leigusamningar ráð fyrir því að leiguverð breytist með tilliti til neysluvísitölu. Þeir sem tóku til að mynda íbúð á langtímaleigu árið 2008 greiða því mun hærra leiguverð nú en samið var um í upphafi sé leiguupphæðin tengd við vísitölu.

Leiguverð í krónum talið, án tillits til vísitölu, hefur hins vegar ekki tekið miklum breytingum síðustu mánuði, en leiga á stúdíóíbúðum og fjögurra herbergja íbúðum hefur þó hækkað nokkuð. Aðrar tegundir íbúða hafa lækkað í verði en þá ber einnig að hafa hliðsjón af því að íbúðirnar sem voru kannaðar nú eru að jafnaði nokkuð minni en þær sem komu til skoðunar í síðustu könnun. Raunar má sjá af eftirfarandi mynd að fermetraverð á öllum stærðum leiguíbúða hefur hækkað eilítið frá því síðasta könnun var gerð í mars 2009.

Hægt er að skoða könnun Neytendasamtakanna betur hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×