Erlent

Vilja kæra fyrir þjóðarmorð

Ógnarstjórn forsetans er talin sú versta í heimi af líknarsamtökum. fréttablaðið/ap
Ógnarstjórn forsetans er talin sú versta í heimi af líknarsamtökum. fréttablaðið/ap
Stríðsglæpadómstólnum í Haag hefur verið uppálagt af áfrýjunardómstól að endurskoða niðurstöðu sína um að ákæra ekki Omar al-Bashir, forseta Súdan, fyrir þjóðarmorð í Darfur-héraði. Niðurstaða dómstólsins í Haag er talin leggja grunninn að því að al-Bashir komist upp með að hafa skipulagt þjóðarhreinsanir í héraðinu.

Stríðsglæpadómstóllinn sendi frá sér ákæru á hendur forsetanum í mars í fyrra fyrir ýmsa aðra glæpi. Þetta var í fyrsta sinn sem stríðsglæpadómstóllinn gaf frá sér ákæru á hendur sitjandi þjóðarleiðtoga. Forsetinn neitaði sök. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 300 þúsund manns hafi fallið í átökum uppreisnarmanna og stjórnarhers í Darfúr og sex milljónir manna séu á vergangi. Saksóknari sagði þá að al-Bashir bæri ábyrgð á morðum, nauðgunum og pyntingum í héraðinu auk þess sem hann sé ábyrgur fyrir að fjölmargir íbúar hafi verið fluttir nauðugir frá heimilum sínum um leið og öllum eigum þeirra hafi verið rænt.

Síðan í mars hefur forsetinn ferðast til þeirra ríkja sem eru honum vinsamleg en afturkallað heimsóknir til ríkja sem hann telur líkleg til að framselja hann til Haag.

Súdanstjórn hefur rekið þrettán líknarsamtök úr landi á tæpu ári og aukið enn á neyð milljóna manna sem þjást vegna stríðsástandsins sem hefur varað lengi í héraðinu. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×