Erlent

Breska þingið setur niður

Óli Tynes skrifar

Þrjúhundruð og níutíu breskum þingmönnum hefur verið skipað að endurgreiða samtals rúma eina milljón sterlingspunda fyrir margvíslegan kostnað sem þeir létu opinbera sjóði greiða.

Sem dæmi má nefna að einn þingmaður lét ríkið borga yfir þrettán þúsund pund fyrir hús sem hann byggði yfir aligæsir sínar.

Það eru 646 þingmenn á breska þinginu þannig að rúmur helmingur þeirra hefur tekið sér of mikið úr jötunni.

Breskur almenningur er ævareiður og þetta hefur ekki beinlínis orðið til þess að auka traust á stjórnmálamönnum landsins.

Þetta mál þykir þinginu til mikillar minnkunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×