Innlent

Verja 150 milljónum í atvinnuverkefni í Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ráðhús Reykjavíkur. Mynd/ GVA.
Ráðhús Reykjavíkur. Mynd/ GVA.
Borgarráð samþykkti í morgun tillögur atvinnumálahóps Reykjavíkur um úthlutun á 150 milljónum króna til sérstakra atvinnuátaksverkefna.

Borgarstjórn samþykkti á fundi í desember síðastliðnum tillögu borgarstjóra um að veita 150 milljónum til sérstakra átaksverkefna og var atvinnumálahópi Reykjavíkurborgar falið að koma með tillögur um hvernig verja skyldi fénu.

Atvinnumálahópur Reykjavíkurborgar var skipaður í kjölfar samdráttar í efnahagslífinu í nóvember árið 2008. Starfshópurinn starfar undir aðgerðarhópi borgarráðs um fjármál borgarinnar og veitir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi, starfi hópsins forystu. Hópurinn fylgist með þróun atvinnuleysis og metur áhrif þess í Reykjavík.

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir tillögurnar vera fjölbreyttar og stuðli að fjölgun atvinnutækifæra í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×