Foreldrar hafa hagsmuni barna í forgangi í kreppunni 4. febrúar 2010 05:00 Svo virðist sem gildismat og gildi séu að breytast í þá veru að foreldrar forgangsraði tíma sínum og fjármunum í þágu barnanna. Fréttablaðið/Stefán „Upplýsingar sem lágu fyrir hjá okkur fram að áramótum eru þær, að börnunum líður almennt vel nú á krepputímum. Foreldrar virðast setja þau í félagslegan og fjárhagslegan forgang.“ Þetta segir Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri Reykjavíkur og stjórnandi Menntasviðs Reykjavíkurborgar, sem fer fyrir teyminu „Börnin í borginni“. Teymið hefur starfað frá því í október 2008, eða frá bankahruni. Hópurinn samanstendur af starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem vinna með börnum í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Í teyminu eru einnig fulltrúar frá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu og Samfok. Teymið hittist reglulega og fer yfir stöðu mála. Leitað er upplýsinga hjá skólastjórum og þannig reynt að fá sem heildstæðasta mynd af líðan barna í borginni. „Upplýsingar um vanskil á greiðslum vegna skólamáltíða barna segja okkur að vanskilin eru minni, ef eitthvað er, en þau voru á árinu 2007, sem dæmi. Þá kaupa nú fleiri nemendur mat en áður,“ segir Ragnar. „Sama máli gildir um leikskólann og frístundaheimilin.“ Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur rekur meðal annars söfnin í borginni. „Það er mjög gleðilegt að segja frá því að allar uppákomur á söfnunum virðast falla vel í kramið hjá foreldrum og börnum, því þau eru mjög vel sótt af fjölskyldufólki. Ályktunin er þessi að fólk virðist forgangsraða sínum tíma í þágu barnanna okkar og standa vörð um velferð þeirra.“ Ragnar segir vissulega alltaf einhverja einstaklinga sem falli ekki inn í meðaltalið. Unnið sé með þá á einstaklingsgrundvelli í samvinnu við velferðarþjónustuna. „En heildarniðurstaðan er sú að börnunum í borginni líður vel. Þau sækja skólann vel og stunda námið vel. Foreldrar eru duglegir við að koma til aðstoðar inn í það starf hjá skólanum sem þeir eru kallaðir til. Þetta er hin almenna staða byggð á upplýsingum frá skólastjórum í borginni.“ Spurður hvort niðurstaðan sé í raun sú að kreppan hafi þjappað fjölskyldunni saman í starfi og leik, segir Ragnar að svo virðist sem gildismat og gildi séu að breytast í þá veru að foreldrar forgangsraði tíma sínum og fjármunum í þágu barnanna. jss@frettabladid.is Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
„Upplýsingar sem lágu fyrir hjá okkur fram að áramótum eru þær, að börnunum líður almennt vel nú á krepputímum. Foreldrar virðast setja þau í félagslegan og fjárhagslegan forgang.“ Þetta segir Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri Reykjavíkur og stjórnandi Menntasviðs Reykjavíkurborgar, sem fer fyrir teyminu „Börnin í borginni“. Teymið hefur starfað frá því í október 2008, eða frá bankahruni. Hópurinn samanstendur af starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem vinna með börnum í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Í teyminu eru einnig fulltrúar frá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu og Samfok. Teymið hittist reglulega og fer yfir stöðu mála. Leitað er upplýsinga hjá skólastjórum og þannig reynt að fá sem heildstæðasta mynd af líðan barna í borginni. „Upplýsingar um vanskil á greiðslum vegna skólamáltíða barna segja okkur að vanskilin eru minni, ef eitthvað er, en þau voru á árinu 2007, sem dæmi. Þá kaupa nú fleiri nemendur mat en áður,“ segir Ragnar. „Sama máli gildir um leikskólann og frístundaheimilin.“ Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur rekur meðal annars söfnin í borginni. „Það er mjög gleðilegt að segja frá því að allar uppákomur á söfnunum virðast falla vel í kramið hjá foreldrum og börnum, því þau eru mjög vel sótt af fjölskyldufólki. Ályktunin er þessi að fólk virðist forgangsraða sínum tíma í þágu barnanna okkar og standa vörð um velferð þeirra.“ Ragnar segir vissulega alltaf einhverja einstaklinga sem falli ekki inn í meðaltalið. Unnið sé með þá á einstaklingsgrundvelli í samvinnu við velferðarþjónustuna. „En heildarniðurstaðan er sú að börnunum í borginni líður vel. Þau sækja skólann vel og stunda námið vel. Foreldrar eru duglegir við að koma til aðstoðar inn í það starf hjá skólanum sem þeir eru kallaðir til. Þetta er hin almenna staða byggð á upplýsingum frá skólastjórum í borginni.“ Spurður hvort niðurstaðan sé í raun sú að kreppan hafi þjappað fjölskyldunni saman í starfi og leik, segir Ragnar að svo virðist sem gildismat og gildi séu að breytast í þá veru að foreldrar forgangsraði tíma sínum og fjármunum í þágu barnanna. jss@frettabladid.is
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira