Erlent

Gagnrýna stefnu Obama í þjóðaröryggismálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama er gagnrýndur fyrir stefnu sína í þjóðaröryggismálum. Mynd/ AFP.
Barack Obama er gagnrýndur fyrir stefnu sína í þjóðaröryggismálum. Mynd/ AFP.
Repúblikanar í Bandaríkjunum segjast sjá veikleika í baráttu Baracks Obama gegn hryðjuverkum. Þeir telja jafnframt að þessi veikleiki hans gæti skapað þeim sóknarfæri í kosningum til fulltrúadeildar þingsins næsta haust.

Bloomberg fréttastofan segir að repúblikanar hafi gagnrýnt stefnu Obama í þjóðaröryggismálum allt frá því að hann tók embætti. Gagnrýni þeirra hafi hins vegar orðið þrálátari síðastliðnar vikur. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eftir hryðjuverkatilraunina í Detroit á jóladag sé þeim hugleikin.

Í síðasta mánuði gaf Jeff Sessions, leiðtogi repúblikana í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, út fimmtán yfirlýsingar þar sem hann réðst gegn stefnu Obama í hryðjuverkamálum. Hann sagði að von væri á enn meiri gagnrýni í aðdraganda kosninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×