Hugsanlegt vanhæfi ráðuneytis verður skoðað 4. febrúar 2010 06:30 Ragna Árnadóttir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segist ekki telja að hún eða starfsfólk dómsmálaráðuneytisins séu vanhæf til að úrskurða um það hvort veita eigi fólki gjafsókn í málum gegn ráðuneytinu. Þetta segir hún vegna orða hæstaréttarlögmannsins Ragnars Aðalsteinssonar, sem í gær gagnrýndi meðferð ráðuneytisins á gjafsóknarumsókn íransks hælisleitanda. Hún hyggst hins vegar ætla að kanna málið betur. Hælisleitandinn hafði óskað eftir gjafsókn til að reyna að fá synjunarúrskurði Útlendingastofnunar, og síðar dómsmálaráðherra, um hælisvist hans hnekkt. Hann fékk gjafsókn í héraði, tapaði þar málinu, og vildi síðan einnig fá gjafsókn fyrir Hæstarétti. Þeirri umsókn var hafnað. Ragnar gagnrýndi þetta í fréttum RÚV í gær og sagði að þar sem dómsmál hælisleitandans var höfðað gegn ráðuneytinu hefði átt að vísa umsókn hans um gjafsókn annað. Þessu er ráðherra ósammála og bendir á að allar umsóknir um gjafsókn fari fyrir sérstaka gjafsóknarnefnd. Synji hún umsókn megi ekki veita gjafsóknina „Gjafsóknarnefnd er sjálfstæð og lýtur ekki boðvaldi ráðherra og ekki hefur hingað til verið talið að ráðuneytið eða ráðherra sé vanhæfur þegar kemur að málum sem beint er gegn því,“ segir hún. Þau mál hafi verið allnokkur í gegnum tíðina. „Og mér er ekki kunnugt um að vafi hafi fyrr risið um hæfi ráðherra eða starfsmanna ráðuneytis.“ Sjálf eigi hún ekki persónulegra hagsmuna að gæta í málinu og sé því ekki vanhæf. „Allt að einu gefur þetta mál mér tilefni til að kanna það til hlítar hvort ráðuneytið eigi að beina því til annars stjórnvalds að taka afstöðu þegar um ræðir mál sem beinist að ákvörðun sem tekin hefur verið í ráðuneytinu,“ segir hún. - sh Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segist ekki telja að hún eða starfsfólk dómsmálaráðuneytisins séu vanhæf til að úrskurða um það hvort veita eigi fólki gjafsókn í málum gegn ráðuneytinu. Þetta segir hún vegna orða hæstaréttarlögmannsins Ragnars Aðalsteinssonar, sem í gær gagnrýndi meðferð ráðuneytisins á gjafsóknarumsókn íransks hælisleitanda. Hún hyggst hins vegar ætla að kanna málið betur. Hælisleitandinn hafði óskað eftir gjafsókn til að reyna að fá synjunarúrskurði Útlendingastofnunar, og síðar dómsmálaráðherra, um hælisvist hans hnekkt. Hann fékk gjafsókn í héraði, tapaði þar málinu, og vildi síðan einnig fá gjafsókn fyrir Hæstarétti. Þeirri umsókn var hafnað. Ragnar gagnrýndi þetta í fréttum RÚV í gær og sagði að þar sem dómsmál hælisleitandans var höfðað gegn ráðuneytinu hefði átt að vísa umsókn hans um gjafsókn annað. Þessu er ráðherra ósammála og bendir á að allar umsóknir um gjafsókn fari fyrir sérstaka gjafsóknarnefnd. Synji hún umsókn megi ekki veita gjafsóknina „Gjafsóknarnefnd er sjálfstæð og lýtur ekki boðvaldi ráðherra og ekki hefur hingað til verið talið að ráðuneytið eða ráðherra sé vanhæfur þegar kemur að málum sem beint er gegn því,“ segir hún. Þau mál hafi verið allnokkur í gegnum tíðina. „Og mér er ekki kunnugt um að vafi hafi fyrr risið um hæfi ráðherra eða starfsmanna ráðuneytis.“ Sjálf eigi hún ekki persónulegra hagsmuna að gæta í málinu og sé því ekki vanhæf. „Allt að einu gefur þetta mál mér tilefni til að kanna það til hlítar hvort ráðuneytið eigi að beina því til annars stjórnvalds að taka afstöðu þegar um ræðir mál sem beinist að ákvörðun sem tekin hefur verið í ráðuneytinu,“ segir hún. - sh
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira