Fleiri fréttir

Grunaður um að hafa stolið gögnum frá vinnuveitanda

Piltur á átjánda aldursári hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu grunaður um að hafa stolið trúnaðargögnum frá Gunnari Gunnarssyni lögfræðingi. Gögnin varða fyrirtæki og einstaklinga sem lögfræðingurinn hefur starfað fyrir, þar á meðal Milestone og eigendur þess fyrirtækis, Karl og Steingrím Wernerssyni, auk tengdra félaga. Þá var meðal gagnanna að finna upplýsingar um fótboltamanninn Eið Smára Guðjohnsen.

Ráðuneytið úrskurðaði ekki í samræmi við lög

Félagsmálaráðuneytið úrskurðaði ekki í samræmi við lög þegar það synjaði eiganda heilsulindar um atvinnuleyfi fyrir sérhæfðan nuddara sem hann hafði auglýst eftir á taílenska heilsulind, samkvæmt úrskurði umboðsmanns Alþingis.

Níu af átján nýir á forvalslista VG

Níu nýir frambjóðendur eru á átján manna forvalslista VG fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Með nýjum frambjóðendum er átt við þá sem ekki hafa verið í framboði eða tekið sæti á lista fyrir flokkinn áður.

Rannsóknin verði fyrir opnum tjöldum

Í væntanlegri tillögu um rannsókn á því hvers vegna Ísland var á lista viljugra þjóða, þegar ráðist var inn í Írak 2003, verður kveðið á um að yfirheyrslur fari fram fyrir opnum tjöldum.

Framtíðarsýn spítala og háskóla samofin

Nýtt klínískt rannsóknasetur Landspítalans og Háskóla Íslands var opnað á dögunum. Setrið er áfangi í að auka samstarf stofnananna tveggja en framtíðarsýn forstjóra LSH er að heilbrigðismenntun færist meira og minna til spítalans.

Skólaráð mun láta í sér heyra

„Skólaráði Seljaskóla finnst að því komi sá niðurskurður við, sem skólinn verður fyrir, og boðar að það muni láta í sér heyra.“ Þetta segir Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla, spurður um nýlega ályktun skólaráðs skólans.

Flugmannaverkfalli hjá Icelandair frestað

Samningar hafa náðst í kjaradeilu FÍA, félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair en aðilar hafa fundað með ríkissáttasemjara síðustu daga. Verkfalli sem hefjast átti fimmtudaginn 4. febrúar hefur því verið frestað og verður samningurinn kynntur félagsmönnum og borinn undir atkvæði.

Dagbók Mengele boðin upp

Búist er við því að safnarar sem sérhæfa sig í munum tengdum nasistum og Þriðja ríkinu berjist hart um að eiga hæsta boð í dagbók og bréf Joseph Mengele, sem kallaður var engill dauðans þegar hann var læknir í útrýmingabúðunum í Auscwhitz í Seinni heimstyrjöldinni. Bækurnar gætu farið á allt að 40 þúsund pund, eðarúmar átta milljónir íslenskra króna.

Íslenskir menntaskólanemar sigra í alþjóðlegri olíuleitarkeppni

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu sigraði á dögunum í alþjóðlegu olíuleitarkepninni 2009 og er þetta annað árið í röð sem skólinn fer með sigur af hólmi í þessari keppni. Þegar keppninni lauk á laugardag stóð lið FAS uppi sem sigurvegari og þá höfðu strákarnir sem tóku þátt bæði fundið arðbærar olíulindir sem gáfu ágætlega af sér og eins náðu þeir að gera hagstæða viðskiptasamninga við önnur lið. Sigurliðið sem heitir Puulsa er skipað þeim Jóhannesi Óðinssyni, Ottó Marvin Gunnarssyni og Sigfinni Björnssyni.

Tveir breskir hermenn féllu í Afganistan

Tveir breskir hermenn létust í Afganistan í dag þegar tvær sprengjur sprungu í vegarkanti en þeir voru fótgangandi í eftirlitsferð í Helmand héraði. 253 breskir hermenn hafa fallið í Afganistan frá því herleiðangurinn í Afganistan hófst árið 2001.

Alþingi opnar upplýsingasíðu um ríkisábyrgð á Icesave

Síða með lögum, þingsályktun og efni sem tengist ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi hefur verið opnuð á vef Alþingis. Þar gefst væntanlegum þáttakendum í þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans kostur á að kynna sér málið til hlítar áður en ákvörðun er tekin um að samþykkja lög um ríkisábyrgð eða synja þeim.

VG vinnur á og helmingur styður ríkisstjórnina

VG vinnur á hjá kjósendum ef marka má nýjan Þjóðarpúls Gallup sem RÚV sagði frá í kvöldfréttum. Stjórnarflokkarnir eru nú jafnstórir með 25 prósenta fylgi. Helmingur aðspurðra styður því ríkisstjórnina en stærsti stjórnmálaflokkurinn er Sjálfstæðisflokkurinn sem fengi um þriðjung atkvæða færu úrslit kosninga á sama veg og könnun Gallup.

Segir Íslendinga hafa logið að Hollendingum

Fyrrverandi stjórnarformaður hollenska fjármálaeftirlitsins segir að Íslendingar hafi logið að hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun. Þetta kom fram máli Arnolds Schilder sem í dag bar vitni fyrir rannsóknarnefnd á hollenska þinginu sem rannsakar fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir heiminn.

Strákarnir okkar fengu höfðinglegar móttökur

Strákarnir okkar voru hrærðir og þreyttir þegar þeir lentu síðdegis í dag með bronsmedalíuna um hálsinn. Þeirra beið móttökuathöfn í Laugardalshöll þar sem tekið var vel á móti þeim.

Hæstiréttur fyrirskipar héraðsdómi að taka mál Ramosar fyrir aftur

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnist að staðfesta beri úrskurð dómsmálaráðherra um að framselja Hosmany Ramos til Brasilíu. Héraðsdómur staðfesti úrskurðinn í síðustu viku en verjandi Ramos hélt því fram að framsalskrafan hafi ekki verið gerð af réttum aðila í Brasilíu, en þar er Ramos eftirlýstur fyrir að flýja úr fangelsi.

Skipulagsbreytingum vegna neðri Þjórsár synjað staðfestingar

Umhverfisráðherra hefur synjað staðfestingar á skipulagsbreytingum varðandi virkjanir í neðri Þjórsá en í úrskurðum ráðuneytisins segir að þátttaka Landsvirkjunar í kostnaði sveitarfélaga við skipulagsvinnu stangist á við skipulags- og byggingarlög.

Falin myndavél yfir rúmi BBC stjörnu

Framleiðandi hjá BBC sjónvarpsstöðinni er á leið í fangelsi eftir að upp komst að hann hafði tekið hvílubrögð sín með meira en tugi sjónvarps- og útvarpskvenna upp á myndbönd.

Steingrímur Hermannsson látinn

Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra Íslands er látinn á 82. aldursári. Greint er frá þessu á vefsíðu Framsóknarflokksins.

Ríkissaksóknari kærir meiðyrði gegn SS

Ríkissaksóknari hefur ákært fyrrverandi starfsmann Sláturfélags Suðurlands (SS) fyrir meiðyrði og rógsherferð gegn SS og verður málið tekið fyrir á næsta miðvikudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Greið leið á dauðalista Mossad

Ísraelar segja að háttsettur foringi í Hamas samtökunum sem var myrtur á hóteli í Dubai í síðustu viku hafi átt stóran þátt í að smygla eldflaugum frá Íran til Gaza strandarinnar.

Lést á Langjökli

Konan sem lést eftir að hafa fallið ofan í jökulsprungu á Langjökli um helgina hét Halldóra Benediktsdóttir. Hún var fædd 8. október 1964 og til heimilis að Brekkubyggð 28, Garðabæ.

Jakob eignast enn eitt barn

Jakob Zuma forseti Suður-Afríku er sagður hafa eignast sitt tuttugasta barn í október síðastliðnum. Móðirin er þrjátíu og níu ára gömul dóttir vinar forsetans.

Unglingur handtekinn fyrir að stela upplýsingum um Eið Smára

Karlmaður á tvítugsaldri var handtekinn og yfirheyrður í síðustu viku vegna gruns um að hafa stolið trúnaðargögnum frá lögfræðingi Karls Wernessonar, eiganda Milestone ehf., og Eiðs Smára Guðjohnsen. Pilturinn á að hafa selt þær fjölmiðlum samkvæmt heimildum Vísis. Yfirlögregluþjónninn Friðrik Smári Björgvinsson staðfestir að mál af þessum toga sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Skipar vinnuhóp til að fjalla um veggjöld

Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur skipað vinnuhóp til þess að fjalla um veggjöld. Tilgangurinn er að reifa hugmyndir og ábendingar um hvaðeina sem tengist fjármögnun samgönguframkvæmda til frambúðar.

Enn fjöldamorð í Bagdad

Kona með sprengjubelti varð yfir fjörutíu manns að bana þegar hún sprengdi sig í loft upp í Bagdad í dag. Yfir eitthundrað manns særðust.

Ísraelar viðurkenna fosfórsprengjur

Ísraelar hafa viðurkennt að tveir hátt settir herforingjar hafi látið skjóta fosfórsprengjum úr fallbyssum í innrásinni á Gaza ströndina á síðastu ári.

Strákunum okkar fagnað í Laugardalshöll

Það verður fagnaðarfundur í Laugardalshöll klukkan hálfsex í dag, en þá verður tekið á móti íslenska handboltalandsliðinu sem kemur frá Austurríki.

Hnífamaður ógnaði lögreglunni

Karlmaður vopnaður búrhníf var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum á fimmta tímanum í nótt. Maðurinn reyndi að komast inn í hús á Hringbrautinni í Reykjanesbæ og lamdi það að utan með skiptilykli. Hann ógnaði síðan lögreglumanni sem hafði af honum afskipti. Maðurinn var nokkuð ölvaður og gistir nú fangageymslur lögreglunnar. Hann verður yfirheyrður á eftir en líklegast sleppt eftir það.

Enn saumað að reykingafólki

Heilbrigðisráðherra Bretlands ætlar að sauma enn frekar að reykingafólki þar í landi. Markmið hans er að fækka reykingamönnum úr átta milljónum niður í fjórar á næstu tíu árum.

Ár liðið frá myndun vinstri stjórnar

Ár er liðið í dag síðan að fyrsta vinstri stjórn var mynduð á Íslandi með þátttöku Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.

Sinna ekki hjónum á valdi sjóræningja

Öryggissamtök sæfarenda hafa krafist þess að fá að semja við sómalska sjóræningja um lausnargjald, fyrir fullorðin bresk hjón sem var rænt 23 október síðastliðinn.

Eiginkona Terrys vill skilnað

Eiginkona breska knattspyrnumannsins Johns Terry hefur farið fram á skilnað og flúið til Dubai með börnin þeirra tvö. Breska blaðið Daily Telegraph segir að eiginkonan, sem heitir Toni Poole, hafi verið niðurlægð eftir að fréttir bárust af því Terry hafi haldið framhjá henni með kærustu Waynes Bridge, sem var liðsfélagi Terrys í Chelsea.

Nota hunda til að þefa uppi peninga

Dönsk skattayfirvöld ætla að taka í sína þjónustu sérþjálfaða hunda sem geta þefað upp peningaseðla. Samkvæmt fréttum í Danmarks Radio er tilgangurinn sá að stöðva fólk sem reynir að flýja úr landi með peninga í handfarangrinum eða innanklæða.

Nauðsynlegt að fræða foreldra um skaðsemi ofeldis

Yfirvöld ættu að leggja áherslu á að fræða foreldra og verðandi foreldra um skaðsemi þess að offæða börn sín, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar sem Daily Telegraph segir frá.

Kínverjar æfir yfir vopnasölu til Tævan

Dagblöðin China Daily og Global Times segja að kínversk stjórnvöld muni beita Bandaríkjamenn refsiaðgerðum hætti þeir ekki við fyrirhugaða vopnasölu til Tævan.

Sjá næstu 50 fréttir