Erlent

Sinna ekki hjónum á valdi sjóræningja

Óli Tynes skrifar
Rachel og Paul Chandler.
Rachel og Paul Chandler.

Öryggissamtök sæfarenda hafa krafist þess að fá að semja við sómalska sjóræningja um lausnargjald, fyrir fullorðin bresk hjón sem var rænt 23 október síðastliðinn.

Hjónin voru á leið frá Seychelleseyjum til Tansaníu á seglskútu sinni þegar þeim var rænt.

Í leynilegri myndbandsupptöku sem Sky fréttastöðin hefur undir höndum segjast Paul og Rachel Chandler hljóta grimmilega meðferð. Þeim er meðal annars haldið aðskildum.

Öryggissamtökin Merchant Maritime Warfare Center náðu í lok síðasta árs samningum við sjóræningjana um að sleppa hjónunum gegn eitthundrað þúsund sterlingspunda lausnargjaldi. Það eru um tvær og hálf milljón íslenskra króna.

Samtökin geta hinsvegar ekki fullgengið frá málinu nema með samþykki breska utanríkisráðuneytisins. Og utanríkisráðuneytið hefur ekki svarað umleitan þeirra ennþá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×