Erlent

Hætt við bækistöð á tunglinu

Óli Tynes skrifar
Engin tunglstöð.
Engin tunglstöð.

Búist er við að Barack Obama tilkynni í dag að hætt verði við tunglferðaáætlun geimferðastofnunarinnar NASA.

Samkvæmt þeirri áætlun átti að halda uppi reglulegum mönnuðum geimferðum til tunglsins og reisa þar bækistöð fyrir lok þessa áratugar.

Þess í stað verður lögð áhersla á að ýta undir þróun geimfara í einkageiranum og sveigjanlega stefnu í mönnuðum geimferðum. Einnig verður líftími Alþjóðlegu geimstöðvarinnar framlengdur.

Sérfræðingar segja að inn í þessu geti falist heimsókn á nálægt smástirni eða eitt af tunglum Mars. Bækistöð á tungli jarðarinnar sé hinsvegar úr sögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×