Rannsóknin verði fyrir opnum tjöldum 2. febrúar 2010 03:30 Tillaga um rannsókn á aðdraganda þess að Íslendingar studdu innrásina í Írak liggur nú fyrir Alþingi. Flutningsmenn vilja að yfirheyrslurnar verði fyrir opnum tjöldum en óvíst hvort þeim verður varpað beint til almennings, eins og gert er þessa dagana í sambærilegum yfirheyrslum yfir Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Í væntanlegri tillögu um rannsókn á því hvers vegna Ísland var á lista viljugra þjóða, þegar ráðist var inn í Írak 2003, verður kveðið á um að yfirheyrslur fari fram fyrir opnum tjöldum. Svo segja þingmennirnir Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ögmundur Jónasson, sem eru upphafsmenn tillögunnar. Steinunn segir að yfirheyrslurnar skuli verða aðgengilegar almenningi en nánari útfærsla, svo sem um hvort yfirheyrslum yrði útvarpað eða sjónvarpað, sé ekki tilbúin. Ögmundur segir að sér persónulega finnist sjálfsagt að yfirheyrslurnar verði fyrir opnum tjöldum, en svo komi í ljós hvað þinginu finnst um útfærsluna. Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins munu gerast meðflutningsmenn þingsályktunartillögunnar og flokkurinn leggst því fráleitt gegn henni. Þetta segir varaformaður flokksins, Birkir Jón Jónsson. Spurður um eigin afstöðu segir Birkir að tillögunni hafi ekki verið dreift og hann ákveði sig því ekki að svo stöddu. „Það er sjálfsagt mál að þessi ákvörðun verði skoðuð á vettvangi þingsins," segir hann. Spurður hvort málið sé viðkvæmt innan flokksins, í ljósi þess að ákvörðunin var tekin í stjórnartíð Framsóknar, segir Birkir: „Við Dagný [Jónsdóttir, fyrrum þingmaður Framsóknar] stóðum nú sem forystumenn Sambands ungra framsóknarmanna á mótmælafundum gegn þessari ákvörðun á sínum tíma, þannig að það ekkert leyndarmál hver mín afstaða er." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að fara vel yfir tillöguna þegar hún kemur fram. Hún vill sjá hana áður en hún tekur afstöðu til hennar. „En á hinn bóginn finnst mér þetta svolítið æpandi að við séum að ræða þessa tillögu á ársafmæli ríkisstjórnarinnar en ekki um skuldavanda heimilanna, hagsmuni atvinnulífsins, vaxtastig, atvinnuleysi og svo framvegis. Mér finnst það nú svolítið íronískt. En ef menn vilja fara þessa leið í forgangsröðun, þá er það skýrt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna," segir hún. Þrenar þingkosningar hafi farið fram síðan stríðið hófst, án umræðu um stuðning Íslands. klemens@frettabladid.is Ögmundur Jónasson Birkir Jón Jónsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Í væntanlegri tillögu um rannsókn á því hvers vegna Ísland var á lista viljugra þjóða, þegar ráðist var inn í Írak 2003, verður kveðið á um að yfirheyrslur fari fram fyrir opnum tjöldum. Svo segja þingmennirnir Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ögmundur Jónasson, sem eru upphafsmenn tillögunnar. Steinunn segir að yfirheyrslurnar skuli verða aðgengilegar almenningi en nánari útfærsla, svo sem um hvort yfirheyrslum yrði útvarpað eða sjónvarpað, sé ekki tilbúin. Ögmundur segir að sér persónulega finnist sjálfsagt að yfirheyrslurnar verði fyrir opnum tjöldum, en svo komi í ljós hvað þinginu finnst um útfærsluna. Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins munu gerast meðflutningsmenn þingsályktunartillögunnar og flokkurinn leggst því fráleitt gegn henni. Þetta segir varaformaður flokksins, Birkir Jón Jónsson. Spurður um eigin afstöðu segir Birkir að tillögunni hafi ekki verið dreift og hann ákveði sig því ekki að svo stöddu. „Það er sjálfsagt mál að þessi ákvörðun verði skoðuð á vettvangi þingsins," segir hann. Spurður hvort málið sé viðkvæmt innan flokksins, í ljósi þess að ákvörðunin var tekin í stjórnartíð Framsóknar, segir Birkir: „Við Dagný [Jónsdóttir, fyrrum þingmaður Framsóknar] stóðum nú sem forystumenn Sambands ungra framsóknarmanna á mótmælafundum gegn þessari ákvörðun á sínum tíma, þannig að það ekkert leyndarmál hver mín afstaða er." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að fara vel yfir tillöguna þegar hún kemur fram. Hún vill sjá hana áður en hún tekur afstöðu til hennar. „En á hinn bóginn finnst mér þetta svolítið æpandi að við séum að ræða þessa tillögu á ársafmæli ríkisstjórnarinnar en ekki um skuldavanda heimilanna, hagsmuni atvinnulífsins, vaxtastig, atvinnuleysi og svo framvegis. Mér finnst það nú svolítið íronískt. En ef menn vilja fara þessa leið í forgangsröðun, þá er það skýrt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna," segir hún. Þrenar þingkosningar hafi farið fram síðan stríðið hófst, án umræðu um stuðning Íslands. klemens@frettabladid.is Ögmundur Jónasson Birkir Jón Jónsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira