Erlent

Tekið til starfa að nýju á Kastrup

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kastrupflugvöllur. Mynd/ AFP.
Kastrupflugvöllur. Mynd/ AFP.
Starfsmenn á Kastrup flugvelli í Danmörku hafa tekið upp störf að nýju, en um 500 manns lögðu niður störf þar í morgun.

Seinkun verður á ferðum um flugvöllinn eftir því sem upplýsingafulltrúi Kastrup segir við Ritzau fréttastofuna. Hedegaard segir að of snemmt sé að segja til um hvort að það þurfi að aflýsa ferðum vegna óróans sem er búinn að vera þar í dag.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að von sé á flugvél, frá Kaupmannahöfn á vegum Icelandair. Hún lendir á Keflavíkurflugvelli um klukkan fjögur í dag. Einungis nokkurra mínútna töf er á þeirri vél en rekja má töfina til verkfallsins. Ekki hefur náðst í talsmenn Iceland Express til að spyrja um áhrif verkfallsins á flug þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×