Erlent

Kínverjar æfir yfir vopnasölu til Tævan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisstjórn Baracks Obama samþykkti viðskiptin í síðustu viku. Mynd/ AFP.
Ríkisstjórn Baracks Obama samþykkti viðskiptin í síðustu viku. Mynd/ AFP.
Dagblöðin China Daily og Global Times segja að kínversk stjórnvöld muni beita Bandaríkjamenn refsiaðgerðum hætti þeir ekki við fyrirhugaða vopnasölu til Tævan.

Fjölmiðlarnir saka Bandaríkjamenn um hroka og tvöfeldni í málinu. Ríkisstjórn Baracks Obama samþykkti viðskiptin í síðustu viku en þau nema um 6,4 milljörðum bandaríkjadala eða um 820 milljörðum íslenskra króna.

Kínversk yfirvöld segja að viðskiptin gætu skaðað samskipti þjóðanna tveggja. Þrátt fyrir hótanirnar segjast bandarísk stjórnvöld ætla að halda sínu striki í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×