Erlent

Nota hunda til að þefa uppi peninga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ AFP.
Mynd/ AFP.
Dönsk skattayfirvöld ætla að taka í sína þjónustu sérþjálfaða hunda sem geta þefað upp peningaseðla. Samkvæmt fréttum í Danmarks Radio er tilgangurinn sá að stöðva fólk sem reynir að flýja úr landi með peninga í handfarangrinum eða innanklæða.

Á einu ári hafa dönsk skattayfirvöld náð 3,8 milljónum danskra króna af fólki sem reyndi að smygla peningum í gegnum danska lofthelgi. Upphæðin samsvarar um 90 milljónum íslenskra króna. Stærsta upphæðin sem náðist af einum farþega var sem nemur um 8,5 milljónum íslenskra króna.

Í sumum tilfellum er um að ræða smygl á peningum sem fengnir eru með sölu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×