Erlent

Dagbók Mengele boðin upp

Mengele, annar frá vinstri, í hópi SS foringja í Auscwitz.
Mengele, annar frá vinstri, í hópi SS foringja í Auscwitz.

Búist er við því að safnarar sem sérhæfa sig í munum tengdum nasistum og Þriðja ríkinu berjist hart um að eiga hæsta boð í dagbók og bréf Joseph Mengele, sem kallaður var engill dauðans þegar hann var læknir í útrýmingabúðunum í Auscwhitz í Seinni heimstyrjöldinni. Bækurnar gætu farið á allt að 40 þúsund pund, eða rúmar átta milljónir íslenskra króna.

Flestar færslurnar í dagbókinni eru ofurvenjulegar lýsingar á daglegu lífi, en inn á milli koma færslur sem vitna um hræðilegar gjörðir hans í búðunum en hann framkvæmdi alls kyns tilraunir á gyðingum sem sendir voru til Auschwitz. Talið er að þúsundir dauðsfalla megi rekja beint til Mengeles og tilrauna hans.

Dagbókin fannst nýlega í gögnum lögreglu í Brasilíu en þangað flúði Mengele eftir stríðið. Mengele byrjaði að halda dagbók árið 1960 þegar Mengele var 49 ára gamall en hann lést í Brasilíu árið 1970.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×