Erlent

Enn fjöldamorð í Bagdad

Óli Tynes skrifar
Bagdad; úr myndasafni.
Bagdad; úr myndasafni. Úr myndasafni.

Kona með sprengjubelti varð yfir fjörutíu manns að bana þegar hún sprengdi sig í loft upp í Bagdad í dag. Yfir eitthundrað manns særðust.

Konan blandaði sér í hóp þúsunda shía múslima sem voru á leið til hinnar helgu borgar Karbala til að vera viðstaddir trúarhátíð.

Það er til siðs að fara þangað fótgangandi til þess að sýna lítillæti. Óstaðfestar fréttir herma að konan hafi verið herskár súnní múslimi. Þeir líta á shía sem trúvillinga.

Tugþúsundir her- og lögreglumanna höfðu verið sendir út á götur í Bagdad og Karbala til þess að vernda pílagrímana, en konunni tókst að komast framhjá þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×