Erlent

Greið leið á dauðalista Mossad

Óli Tynes skrifar

Ísraelar segja að háttsettur foringi í Hamas samtökunum sem var myrtur á hóteli í Dubai í síðustu viku hafi átt stóran þátt í að smygla eldflaugum frá Íran til Gaza strandarinnar.

Eldflaugarnar hafi verið notaðar til árása á ísraelska bæi. Hann er einnig talinn eiga þátt í því að ræna og myrða tvo ísraelska hermenn árið 1989. Hamas saka ísraela um að hafa myrt hann.

Ísraelska leyniþjónustan Mossad hefur ekki brugðist við ásökunum Hamas, enda er það ekki venja hennar að ræða verkefni sín.

Hitt er ljóst af fortíðinni að bæði eldflaugasmygl og morð á ísraelskum hermönnum dugar alveg till þess að koma mönnum á dauðalista Mossad.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×