Fleiri fréttir

Metsnjókoma í Washington

Mikill hríðarbylur geisar í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Svo mikil er snjókoman að veðurfræðingar telja að útlit sé fyrir að met frá því árið 1922 verði slegið. Þá var snjóþekjan 71 sentimetri en nú hafa 68 senimetra snjóalög myndast.

Hálkublettir á Vesturlandi

Á Vesturlandi eru hálkublettir í Borgarfirði, á Bröttubrekku og víða á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og yfir Þröskulda einnig er hálka á Óshlíð og Súðavíkurhlíð. Hálkublettir eru á flestum öðrum leiðum.

Bankastjórar vaktir af Nýju Íslandi

Samtökin Nýtt Ísland munu vekja upp bankastjóra og forstjóra fjármálafyrirtækja á laugardagsmorgun til að minna á kröfur fólksins í landinu. Kröfurnar verða bornar fram á tíunda kröfu- og mótmæla fundi vetrarins á Austurvelli á laugardaginn kl 15:00.

Sex prófkjör í dag

Sex prófkjör fara fram víða um land í dag. Hjá Vinstri grænum fer fram prófkjör í Reykjavík og á Akureyri. Sjálfstæðismenn standa einnig í ströngu þar sem fjögur prófkjör eru hjá flokknum í dag.

Ökufantur tekinn á Suðurlandi

Rétt rúmlega tvítugur karlmaður var stöðvaður af lögreglunni á Selfossi þegar hann á 178 kílómetra hraða í nótt. Maðurinn ók Biskupstungnabraut þegar hann var stöðvaður. Maðurinn reyndist ekki ölvaður.

Flest bendir til mun betri Icesave-lausnar

Grundvöllur að nýjum samningaviðræðum um Icesave er í sjónmáli. Bjartsýni og jákvæðni gætir á öllum vígstöðvum. Samræður stjórnar og stjórnarandstöðu á Íslandi síðustu daga hafa gengið vel og fært menn nær hvorum öðrum. Góður tónn var í breskum og hollenskum ráðherrum á fundi með þremur flokksformönnum í Haag fyrir rúmri viku.

Breytingar verði gerðar af virðingu

„Það er mikilvægt, ef af verður, að breytingarnar verði framkvæmdar af virðingu við þetta merka hús,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, um ósk eiganda Heilsuverndarstöðvar­innar á Barónsstíg að innrétta húsið sem hótel.

Gæti fengið sextán ára fangelsi

Brot karlmanns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um gróf kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum, sem hann kynntist í gegnum Facebook, varða allt að sextán ára fangelsi.

Villa í reikningi VG

Vinstrihreyfingin – grænt framboð oftaldi framlög frá einstaklingum en lét ekki getið um framlög til flokksins frá sveitar­félögum þegar ársreikningi 2008 var skilað til Ríkisendurskoðunar.

Fleiri á bráðamóttöku geðsviðs eftir hrunið

Komum á bráðaþjónustu geðsviðs Landspítalans fjölgaði um rúm tíu prósent frá því að hrun hófst í október 2008 og til loka september 2009. Notkun geðlyfja hefur hins vegar staðið í stað, eða heldur minnkað á sumum tegundum á milli ára 2008 og 2009. Tíðni sjálfsvíga hefur ekki breyst og sjálfsvígstilraunum sem leiða til komu á sjúkrahús hefur fækkað verulega allt frá árinu 2006 til 2009.

Sagði yfirmann sennilega leiðinlegasta mann í heimi

Ríkissaksóknari hefur ákært Odd Eystein Friðriksson, fyrrum starfsmann Sláturfélags Suððurlands fyrir ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir í garð Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélagsins. Skrifin á Oddur Eysteinn að hafa birt nafnlaust á vefsíðu sem aðgengileg var almenningi.

Vilja öryggi

Samtök útvegsmanna og sjómanna skora á stjórnvöld að efla starfsemi Landhelgisgæslunnar svo hún fái sinnt lögbundnu eftirlits- og öryggishlutverki sínu. Tilefnið er alvarleg veikindi sjómanns um helgina á togaranum Sturlaugi Böðvarssyni. LHG gat ekki orðið við beiðni um aðstoð þar sem skipið var um sjötíu sjómílur frá landi og aðeins ein þyrluvakt til taks. Við slíkar aðstæður er þyrla ekki send lengra en tuttugu mílur á haf út.

Hrikalegt að horfast í augu við þetta

„Er það svo að Landhelgisgæslan geti ekki haldið úti lögbundnu hlutverki sínu nema með þeim peningum sem hún hefur haft og er lítið hægt að skerða þau framlög? Að þessu spyr ég mig þessa dagana. Allt sem gert er virðist ógna öryggi sjómanna og það er hrikalegt að þurfa að horfast í augu við það,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, um stöðu Landhelgisgæslunnar.

Bæjarstjórnin vill fá skýrari svör frá Alcan

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að þrátt fyrir formlegt svar frá Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, séu enn atriði sem þarfnist útskýringar varðandi viðhorf fyrirtækisins til nýrrar íbúakosningar um stækkun álversins í Straumsvík. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs. Þar benti áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna á að álversforstjórinn hefði sagt að fyrirtækið sæktist ekki eftir stækkun. Þess utan komi fram í svari fyrirtækisins að það hafi ekki aðgang að orku sem þurfi fyrir stækkunina. - gar

Stjórninni bjargað

Sambandssinnar og lýðveldissinnar á Norður-Írlandi náðu loks samkomulagi í gær eftir langvinnar deilur um framhald heimastjórnarinnar.

Stærðar rostung rak á land

Það eru ekki einungis Íslendingar sem hafa glímt við þann vanda að villt dýr villist af leið og sæki landann heim líkt og hvítabirnan gerði fyrir norðan.

Fimmtán fórust í flóðum í Mexíkó

Fimmtán hafa látist, þar af fimm börn, í miklum flóðum sem orðið hafa í Mexíkó í vikunni. Miklar rigningar og óveður hafa gengið yfir landið og er það óvenjulegt miðað við árstímann. Þúsundir heimila hafa farið á flot og neytt fólk til að yfirgefa heimili sín.

Dönsk sérsveit kemur í veg fyrir sjórán

Dönsk sérsveit kom í veg fyrir að sjóræningjar næðu flutningaskipi á Aden flóa á vald sitt í dag. Sveitin er af herskipinu Absalom sem er við gæslu á flóanum sem hefur verið mikið í fréttum undanfarið vegna tíðra sjórána sómalskra sjóræningja. Þegar skipherra danska skipsins heyrði neyðarkall frá flutningaskipinu Ariella sendi hann þyrlu af stað til að kanna málið.

100 ára gamalt viskí finnst á Suðurpólnum

Vískíflöskur sem tilheyrðu landkönnuðinum Ernest Shackleton hafa fundist á Suðurpólnum þar sem þær hafa verið „geymdar á ís“ í rúma öld. Hópur sem vissi af flöskunum sem skildar voru eftir grafnar undir kofa sem Shackleton hafði komið sér upp hefur nú náð í þær. Magnið kom þeim hinsvegar á óvart því fyrirfram var talið að um örfáar flöskur væri að ræða. Þegar hópurinn gróf undir gólfi kofans komu hinsvegar í ljós fimm kassar af vískíi og tveir af brandí.

Ráðist á Sjía múslíma í Pakistan og Írak

Tvær sprengjur sprungu í Pakistönsku borginni Karachi í dag og liggja 25 hið minnsta í valnum og 50 eru sárir. Í fyrri sprengingunni ók maður á mótorhjóli sem klyfjað var sprengiefni á strætisvagn sem var á leið með Sjía múslíma til bænahalds. Bíllinn sprakk í loft upp og 12 létust.

BUGL: Bráðainnlögnum fjölgar um þriðjung

Bráðainnlögnum ungmenna á barna-og unglingageðdeild Landspítalans hefur fjölgað um rúmlega þriðjung síðustu þrjá mánuði. Innlagnir eru flestar vegna sjálfsvígstilrauna, sjálfsskaða, þunglyndis og kvíða. Geðlæknar eru órólegir yfir þessari þróun og óttast að efnahagsástandið sé farið að bitna á geðheilsu barna.

Fimm embætti héraðsdómara auglýst laus til umsóknar

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið auglýsir nú laus til umsóknar fimm embætti héraðsdómara í samræmi við lög nr. 147/2009 þess efnis að heimilt sé að fjölga héraðsdómurum tímabundið um fimm, úr 38 í 43. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að gert sé ráð fyrir að dómarar verði 43 fram til 1. janúar 2013 en eftir þann tíma skuli ekki skipa í embætti héraðsdómara sem losna fyrr en þess gerist þörf, þar til dómarar í héraði verði aftur 38 að tölu.

Ekki kosið um stækkun álvers samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu

Atkvæðagreiðsla um nýtt deiliskipulag sem felur í sér stækkun álversins í Straumsvík, fer ekki fram samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Alcan greiddi á sínum tíma fyrir gerð deiliskipulags, sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir lúta öðrum reglum er kostun á gerð aðalskipulags.

Aldrei nær samkomulagi

Fjármálaráðherra segir stjórn og stjórnarandstöðu nær því en nokkru sinni fyrr að ná saman um hvernig staðið yrði að nýjum samningum um Icesave við Breta og Hollendinga. Hann segir jákvætt ef Norðmenn vilji lána Íslendingum fyrir skuldbindingunni á betri kjörum, en engar formlegar viðræður hafi átt sér stað við Norðmenn um það.

Meirihluti frambjóðenda á móti flugvellinum

Meirihluti frambjóðenda í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, sem á annað borð svöruðu fyrirspurn fréttastofunnar, vill að flugvallarstarfsemi verði lögð af í Vatnsmýrinni.

Minna skorið niður hjá HSS en talið var nauðsynlegt

Niðurskurður á þjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verður ekki jafn mikill og talið var. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem yfirstjórn stofnunarinnar sendir frá sér í kjölfar fundarhalda með Álheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra. Þar var farið ítarlega yfir stöðu HSS og niðurskurð á framlögum til stofnunarinnar á fjárlögum.

Kröfum Baldurs hafnað - áfrýjar til Hæstaréttar

Kröfum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, um ógildingu á kyrrsetningu eigna hans var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Arnar Þór Stefánsson lögmaður Baldurs hyggst kæra úrskurðinn til Hæstaréttar á mánudag.

Hosmany Ramos áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Brasilíumanninum Ramos Hosmany en hann hefur verið í haldi síðan hann kom til landsins síðasta sumar.

Facebook nauðgari áfram í varðhaldi

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á aldrinum 13 til 16 ára. Maðurinn heitir Ívar Anton Jóhansson og er 22 ára gamall. Hann kynntist stúlkunum á Facebook samskiptavefnum eins og rakið hefur verið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þjóðfundur í Bolungarvík

Á morgun verður haldinn þjóðfundur í Íþróttahúsinu í Bolungarvík þar sem koma saman fulltrúar íbúa á Vestfjörðum, sem valdir eru með tilviljunarkenndu úrtaki úr þjóðskrá, og fulltrúar hagsmunaaðila af svæðinu. Þar er um að ræða fólk úr sveitarstjórnum, atvinnulífi, launþegasamtökum, stofnunum og stjórnmálaflokkum. 110 hafa skráð sig til þátttöku en 80 manns voru á þjóðfundi á Egilsstöðum síðastliðinn laugardag sem heppnaðist vel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Brot 85 ökumanna mynduð í Vesturbænum

Brot 85 ökumanna voru mynduð á Hringbraut í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hringbraut í vesturátt, að Furumel. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 627 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða 14%, of hratt eða yfir afskiptahraða.

Bjarnfreðarson og Fangavaktin með flestar tilnefningar

Kvikmyndin Bjarnfreðarson og sjónvarpsþáttaröðin Fangavaktin í leikstjórn Ragnars Bragasonar fá langflestar tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár. Bjarnfreðarson er tilnefnd til fimm verðlauna og Fangavaktin sjö í sitt hvoru lagi og þá eru kvikmyndmyndin og sjónvarpsþátturinn tilnefnd sameiginlega í sex flokkum. Aðalleikarnir Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson og Pétur Jóhann Sigfússon eru allir tilnefndir sem leikari ársins.

Lögðu hald á hundrað kannabisplöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarholti síðdegis í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 100 kannabisplöntur en megnið af þeim var á lokastigi ræktunar. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu.

Rafmagnslaust í Mosfellsbæ

Fyrir stundu varð háspennubilun í Mosfellsbæ og er rafmagnslaust við Fitja og í Leirvogstungnahverfi. Verið er að vinna að viðgerð og vonast eftir að rafmagn komist á fljótlega, að fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Hverfisgötufantar fengu níu mánaða dóm

Fjórir Lettar voru í dag dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir fólskulega líkamsárás og innbrot haustið 2008. Mennirnir ruddust grímuklæddir inn í íbúðarhús við Hverfisgötu að kvöldi laugardags 25. október og réðust þar á fjóra samlanda sína. Þetta gerðu því þeir töldu sig eiga óuppgerðar sakir við einn þeirra sem staddur var í húsinu.

Þyrluþjónusta Landhelgisgæslunnar verði efld

Landssamband íslenskra útvegsmanna, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna telja brýnt að efla þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar. Nýlegt atvik undirstriki að niðurskurður á rekstrarfé Gæslunnar ógni öryggi sjómanna á hafi úti.

Sjá næstu 50 fréttir