Erlent

Fimmtán fórust í flóðum í Mexíkó

MYND/AP

Fimmtán hafa látist, þar af fimm börn, í miklum flóðum sem orðið hafa í Mexíkó í vikunni. Miklar rigningar og óveður hafa gengið yfir landið og er það óvenjulegt miðað við árstímann. Þúsundir heimila hafa farið á flot og neytt fólk til að yfirgefa heimili sín.

Nú er vetur í Mexíkó og þá er alla jafna lítið um rigningar en regntímabilið stendur frá maí og fram í október. Nú ber hinsvegar svo við að mikið hefur rignt með þeim afleiðingum að ár hafa flætt yfir bakka sína. Enn er margra saknað eftir flóðin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×