Fleiri fréttir

Ráðherra eykur strandveiðikvótann um 2.000 tonn

Í frumvarpi um strandveiðar gerir ráð fyrir að heimild til strandveiða verði lögfest og fyrirkomulag veiðanna verði í meginatriðum það sama og í fyrra. Þannig er gert ráð fyrir að strandveiðar muni einkum takmarkast af þeim aflaheimildum sem ráðstafað er sérstaklega til veiðanna, eða allt að 6.000 lestum af óslægðum botnfiski í stað 3.995 lesta af þorski auk annarra tegunda líkt og var á síðasta ári.

Steingrímur: Fögnum samstarfsvilja Norðmanna

Fjármálaráðherra segir jákvætt að vilji sé til þess í Noregi að lána Íslendingum fyrir Icesaveskuldbindingunum. Þetta hafi þó ekki verið rætt formlega við norsk stjórnvöld.

Halli í Andra býður sig fram í prófkjöri

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fer fram á morgun, laugardag. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri sækist einn eftir fyrsta sætinu en fimm mann sækjast eftir öðru sæti; Bryndís Haralds, Eva Magnúsdóttir, Hafsteinn Pálsson, Herdís Sigurjónsdóttir og Örn Jónasson.

Slökktu sinueld við Hofsstaðarskóla

Sinueldur logaði á svæði við Hofsstaðarskóla í Garðabæ í morgun. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan ellefu en hann logaði í sinu á um hundrað fermetra svæði.

Engin rök fyrir ofurlaunum útvarpsstjóra

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, segir að spara þurfi meira í yfirstjórn Ríkisútvarpsins. Engin málefnaleg rök eru fyrir launum Páls Magnússonar útvarpsstjóra sem eru 1,5 milljónir króna á mánuði, að mati þingmannsins.

Styrktu rústabjörgunarsveitina um milljón

Fulltrúar Lionshreyfinginnar á Íslandi afhentu Slysavarnafélaginu Landsbjörg eina milljóna í gær svo að íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sem sinnti nýverið björgunarstörfum á Haítí geti keypt tvær rafstöðvar. Slíkar rafstöðvar eru meðal þess búnaðar sem sveitin skyldi eftir á Haítí þegar hún fór þaðan.

Skrökvuliðar vilja ekki formanninn

„Þetta er akkúrat sú staða sem við óskuðum eftir. Nú getum við dregið hinar hreyfingarinnar að borðinu og knúið þær til einhverskonar samvinnu Aðalhugsunin hjá okkur er að útrýma fylkingum og meirihlutaræðinu,“ segir Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fyrsti maður á lista Skrökvu, félags flokksbundinna framapotara, sem fékk einn mann kjörinn í kosningum til Stúdentaráð Háskóla Íslands sem fóru fram í gær og fyrradag.

Davíð staðfestir orð Wellinks

Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri staðfestir við Morgunblaðið, þar sem hann heldur nú um ritstjórnartauma, að hann hafi varað Nout Wellink þáverandi kollega sinn í Hollandi við ástandi íslenska bankakerfisins. Þeir Davíð og Wellink hittust á fundi í Basel í Sviss í september 2008 að frumkvæði Hollendingsins og var um trúnaðarfund að ræða.

Wikileaks vill til Íslands

Vefsíðan Wikileaks, þar sem mikilvægar trúnaðarupplýsingar hafa verið hýstar, er ennþá lokuð. Henni var lokað fyrir síðustu áramót. Þau skilaboð fylgdu með að verið væri að afla fjár til þess að tryggja rekstur vefsíðunnar til framtíðar, en reksturinn er alfarið byggður á frjálsum framlögum.

Hafa handtekið 100 af 4000 föngum

Lögreglan í Haítí hefur handtekið 100 af þeim 4000 föngum sem flúðu úr fangelsi í Port-au-Prince eftir jarðskjálftann í Haítí þann 12. janúar síðastliðinn. Frantz Lerebous, talsmaður lögreglunnar, segir að fleiri fanga sé leitað. Allir fangar sem voru í fangelsinu flúðu, jafnvel þeir hættulegustu sem voru dæmdir fyrir nauðgun og morð.

Skrökva komst í oddaaðstöðu

Kosningar til Stúdentaráðs í Háskóla Íslands fóru fram í gær og í fyrradag og liggja úrslit fyrir. Vaka hefur haft meirihluta í eitt ár en nýtt framboð, Skrökva, kom manni að í þetta skiptið og er í oddaaðstöðu.

Scott Brown settur í embætti

Repúblikaninn Scott Brown tók sæti Edwards Kennedy í öldungadeildinni í gær. Það var Joe Biden varaforseti sem setti Brown í embætti. Hann tekur sæti sitt viku fyrr en áætlað var.

Leiguverð lækkað um þrettán til 32 prósent

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur að jafnaði lækkað um 13 til 32 prósent síðan á vordögum 2008. Þetta er niðurstaða nýrrar verðkönnunar Neytendasamtakanna, sem er sú þriðja sem samtökin ráðast í á tæpum tveimur árum.

Vandi risaþotu verður leystur

Angela Merkel Þýskalandskanslari brá sér í heimsókn til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í París í gær.

Margt annað þarf að klára fyrst

Áður en gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið þarf að huga að þrennu, að mati varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur:

Kínverjar vísa gagnrýni á bug

Kínversk stjórnvöld vísa á bug gagnrýni Baracks Obama Bandaríkjaforseta, sem ætlar að fara í hart út af deilum um kínverska gjaldmiðilinn.

Skilar ekki fjárhagsupplýsingum

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, nýr fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í þingnefnd sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hefur ekki sent Ríkisendurskoðun upplýsingar um kostnað við prófkjör sitt fyrir kosningarnar 2007.

Líf heimastjórnar hangir á bláþræði

Stífum tíu daga samningaviðræðum sambandssinna og lýðveldissinna á Norður-Írlandi lauk í gær þegar fulltrúar lýðveldissinna sögðu nóg komið.

Fleiri konur þarf í fréttamennsku

Engar konur eru á meðal æðstu stjórnenda íslenskra fjölmiðla og í hópi næstráðenda eru konur aðeins um þriðjungur stjórnenda, segir í ályktun Félags fjölmiðlakvenna sem samþykkt var á fundi í fyrrakvöld. Í ályktuninni er rýr hlutur kvenna á fjölmiðlum gagnrýndur sem og uppsagnir á reyndum fjölmiðlakonum.

Þyrlan gat ekki sótt hjartveikan sjómann

„Mér líður prýðilega eftir vel heppnaða aðgerð en mér er sagt að þetta hefði getað endað öðruvísi. Þeir héldu mér gangandi á sprengitöflum og súrefni,“ segir Jakob Örn Haraldsson, skipverji á Sturlaugi Böðvarssyni AK, sem veiktist alvarlega á laugardag. Þá var togarinn að veiðum sjötíu mílur vestur af Garðskaga. „Það kom í ljós að æðin var nær alveg stífluð en hjartavöðvinn skemmdist ekki.“

Bannar buffla

Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, hefur bannað fólki að nota buffla á mótmælafundum. Ástæðan er sú að í síðustu viku var buffall með nafni forsetans leiddur um götur Djakarta í mótmæla­­aðgerðum gegn forsetanum.

Lögreglumenn mótmæla seinagangi í samningamálum

Aðalfundur Lögreglufélags Norðurlands vestra mótmælir sinnuleysi samninganefndar ríkisins gagnvart samninganefnd Landssambands lögreglumanna. Í ályktun fundarins er bent á að lögreglumenn hafi verið án kjarasamnings í á annað ár og lítið þokast í samkomulagsátt.

Trúboðar ákærðir fyrir barnsrán á Haítí

Stjórnvöld á Haítí hafa ákært tíu bandaríska trúboða fyrir mannrán en þau eru sökuð um að hafa ætlað að smygla 33 börnum úr landinu. Ef trúboðarnir verða sakfelldir gætu þau átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma. Fólkið var stöðvað á landamærum Dóminíska lýðveldisins á föstudaginn var og þá sögðust þau vera að flytja börnin á munaðarleysingjahæli þar í landi. Síðar kom í ljós að sum barnanna voru alls ekki munaðarlaus.

Á slóðum útrásarvíkinga

Ekki dugir að tala um milljónir, hvað þá tugi milljóna eða hundruð þegar verðmiði húseignanna sem útrásarvíkingarnir eiga í Lundúnum er skoðaður, enda þótt nær öll félög í þeirra eigu séu gjaldþrota eða berjist í bökkum. Guðný Helga Herbertsdóttir og Friðrik Þór Halldórsson myndatökumaður fóru á stúfana í heimsborginni og kynntu sér heimkynni þeirra og nánasta umhverfi.

Drógu í lengstu lög að bregðast við

Seðlabankastjóri Hollands, Nout Wellink, segir að yfirvöld hér á landi hafi dregið það í lengstu lög að taka ákvarðanir um aðgerðir sumarið 2008. Seðlabankastjóri Hollands kom fyrir rannsóknarnefnd hollenska þingsins í morgun og hér að neðan má nálgast handrit að yfirheyrslunum yfir honum og Wouter Bos, fjármálaráðherra.

Leggur til skipan fjárhaldsstjórnar fyrir Álftanes

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur lagt til við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að Sveitarfélaginu Álftanesi verði skipuð fjárhaldsstjórn sem hafi forystu um endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins. Er það með vísan til 76. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu segir að Kristjáni L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafi verið afhent bréf þessa efnis í dag.

Sveitarfélögin láti reyna á ákvörðun Svandísar fyrir dómstólum

Bæjarstjóri Ölfuss segir nauðsynlegt að látið verði reyna á það fyrir dómstólum hvort ákvörðun umhverfisráðherra um Þjórsárvirkjanir standist lög. Hann segir þetta mikinn skell á sama tíma og sveitarfélagið sé í viðræðum um sex mismunandi fjárfestingarverkefni.

Barnaníðingur var rekinn úr Fáfni með „skít og skömm“

„Hann var rekinn úr Fáfni fyrir tíu árum síðan,“ segir forseti Hells Angels á Íslandi, Einar „Boom“ Marteinsson, en greint var frá því fyrr í dag að starfsmaður meðferðarheimilisins Árbótar í Aðaldal, hefði sagst vera einn af stofnendum Fáfnis.

Jóhanna ræðir við erlenda fréttamenn

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir enga leynd hafa hvílt yfir fundi hennar með José Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel í morgun. Til hafi staðið að hún fundaði með honum á loftlagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember en af því hafi ekki getað orðið. Þá hafi verið ákveðið að fundurinn yrði í febrúar og frá því greint á sínum tíma. Það hafi einnig komið fram í fjölmiðlum á Íslandi á þriðjudag að hún væri að fara til þessa fundar.

Jóhannes Jónsson: Óvissu um Haga eytt

„Það er fyrir öllu að nú hefur óvissu um framtíð Haga verið eytt,“ segir Jóhannes Jónsson starfandi stjórnarformaður Haga og stofnandi Bónuss í fréttatilkynningu sem send var fyrir stundu.

Þungir dómar fyrir fíkniefnaverksmiðju staðfestir

Hæstiréttur staðfesti í dag þunga fangelsisdóma yfir Jónasi Inga Ragnarssyni og Tindi Jónssyni vegna aðildar þeirra að fíkniefnaverksmiðju sem var upprætt í Hafnarfirði sumarið 2008. Héraðsdómur Reykjanes dæmdi Jónas Inga í tíu ára fangelsi og Tind í átta ára fangelsi vegna málsins.

Nauthólsvegur formlega opnaður

Nauthólsvegur var formlega opnuður í dag. Nýi vegurinn, sem til þessa hefur gengið undir heitinu Hlíðarfótur, liggur frá Hringbraut út í Nauthólsvík meðal annars að Háskólanum í Reykjavík og Ylströndinni.

Dregur úr lestri á Morgunblaðinu

Heldur dregur úr lestri á Morgunblaðinu samkvæmt skoðanakönnun Capacent. Á þremur síðustu mánuðum síðasta árs minnkaði lesturinn um 13% hjá fólki á aldrinum 12 til 80 ára á öllu landinu. Á sama tímabili jókst lestur á Fréttablaðinu um 5%. Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen tóku við sem ritstjórar Morgunblaðsins í september á síðasta ári.

Flinkur hvalur

Þjálfunin tók eitt ár. En nú getur þessi hvíti hvalur í sædýrasafninu í Pólarlandi í Kína blásið frá sér snotru loftbólu-hjarta.

Ásdís Rán tapaði tryggingamálinu

Glysbomban Ásdís Rán Gunnarsdóttir tapaði dómsmáli gegn tryggingafélaginu Verði sem hún höfðaði vegna ágreinings um að bifreið, sem hún ók þegar hún lenti í bílslysi 2007, hefði verið tryggð þegar slysið varð.

Gordon Brown gekk of langt

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hafi gengið of langt þegar þarlend stjórnvöld beittu hryðjaverkalögum gegn Íslandi haustið 2008. Íslensku þjóðinni hafi misboðið gróflega. Þá hafi yfirlýsingar Browns um þjóðargjaldþrot Íslands ekki hjálpað til. Skilagreina megi aðgerðir hans og breskra stjórnvalda sem efnahagslagt hryðjuverk.

Sjá næstu 50 fréttir