BUGL: Bráðainnlögnum fjölgar um þriðjung Helga Arnardóttir skrifar 5. febrúar 2010 19:03 Bráðainnlögnum ungmenna á barna-og unglingageðdeild Landspítalans hefur fjölgað um rúmlega þriðjung síðustu þrjá mánuði. Innlagnir eru flestar vegna sjálfsvígstilrauna, sjálfsskaða, þunglyndis og kvíða. Geðlæknar eru órólegir yfir þessari þróun og óttast að efnahagsástandið sé farið að bitna á geðheilsu barna. Algengt hefur verið að bráðainnlagnir á barna- og unglingageðdeildina hafa verið 15-20 á mánuði. Það er þó sveiflukennt en síðustu þrjá mánuði hefur orðið breyting þar á því þær hafa farið upp í þrjátíu á mánuði. „Við veltum fyrir okkur hvað þarna sé á ferðinni, hvort þetta geti verið vísbending um að það sé aukið álag á barnafjölskyldur. Það komi þannig fram að þær sem standa höllum fæti fyrir og börn sem eru veikari fyrir þurfi á meiri aðstoð að halda og stundum bráðaþjónustu," segir Ólafur Ó. Guðmundsson yfirgeðlæknir á BUGL. Þetta eru flest ungmenni á aldrinum 13-18 ára þó aldurinn hafi farið allt niður í átta ára í örfáum tilvikum. „Hvað bráðamálin varðar þá er það oftast í tengslum við lífsleiða og uppgjöf eða sjálfsskaðahegðun og sjálfsvígstilraunir. Allt er þetta tengt alvarlegu þunglyndi, kvíða og þess háttar." Breyttar aðstæður barna geti valdið mikilli vanlíðan segir Ólafur. Þurfi börn að skipta um húsnæði vegna atvinnu-eða húsnæðismissis foreldra geti það oft skapað álag fyrir börn sem séu veik fyrir. Hann segir álag hafa aukist verulega á geðheilbrigðiskerfið. „Við óttumst að niðurskurðurinn sé kominn fram og vörum við því" Reynsla annarra þjóða sýni að niðurskurður á stuðningsúrræðum bitni verst á þeim séu veikir fyrir og geti gert vanda þeirra verri. Nú bíði hátt í tuttugu ungmenni í miklum vanda eftir innlögn á BUGL. Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Bráðainnlögnum ungmenna á barna-og unglingageðdeild Landspítalans hefur fjölgað um rúmlega þriðjung síðustu þrjá mánuði. Innlagnir eru flestar vegna sjálfsvígstilrauna, sjálfsskaða, þunglyndis og kvíða. Geðlæknar eru órólegir yfir þessari þróun og óttast að efnahagsástandið sé farið að bitna á geðheilsu barna. Algengt hefur verið að bráðainnlagnir á barna- og unglingageðdeildina hafa verið 15-20 á mánuði. Það er þó sveiflukennt en síðustu þrjá mánuði hefur orðið breyting þar á því þær hafa farið upp í þrjátíu á mánuði. „Við veltum fyrir okkur hvað þarna sé á ferðinni, hvort þetta geti verið vísbending um að það sé aukið álag á barnafjölskyldur. Það komi þannig fram að þær sem standa höllum fæti fyrir og börn sem eru veikari fyrir þurfi á meiri aðstoð að halda og stundum bráðaþjónustu," segir Ólafur Ó. Guðmundsson yfirgeðlæknir á BUGL. Þetta eru flest ungmenni á aldrinum 13-18 ára þó aldurinn hafi farið allt niður í átta ára í örfáum tilvikum. „Hvað bráðamálin varðar þá er það oftast í tengslum við lífsleiða og uppgjöf eða sjálfsskaðahegðun og sjálfsvígstilraunir. Allt er þetta tengt alvarlegu þunglyndi, kvíða og þess háttar." Breyttar aðstæður barna geti valdið mikilli vanlíðan segir Ólafur. Þurfi börn að skipta um húsnæði vegna atvinnu-eða húsnæðismissis foreldra geti það oft skapað álag fyrir börn sem séu veik fyrir. Hann segir álag hafa aukist verulega á geðheilbrigðiskerfið. „Við óttumst að niðurskurðurinn sé kominn fram og vörum við því" Reynsla annarra þjóða sýni að niðurskurður á stuðningsúrræðum bitni verst á þeim séu veikir fyrir og geti gert vanda þeirra verri. Nú bíði hátt í tuttugu ungmenni í miklum vanda eftir innlögn á BUGL.
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira