Sorpstöðin kærð og sökuð um getuleysi 6. febrúar 2010 02:30 Forstjóri Íslenska gámafélagsins ber þungar sakir á forsvarsmenn Sorpstöðvar Suðurlands sem er í eigu sveitarfélaga á svæðinu. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska gámafélagið hefur kært Sorpstöð Suðurlands fyrir brot á bæði samkeppnislögum og stjórnsýslulögum. Jón Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir í grein í Sunnlenska fréttablaðinu að aðgerðarleysi Sorpstöðvarinnar í að finna nýjan sorpurðunarstað hafi í för með sér gríðarlegan kostnaðarauka fyrir íbúa og fyrirtæki á starfssviði stöðvarinnar. Eftir að Íslenska gámafélagið (ÍG) hafi kært Sorpstöðina fyrir meinta ólöglega samkeppni hafi sveitarfélagið Árborg sagt upp sammingi um sorphirðu við ÍG. „Við kærðum Sorpstöð Suðurlands og Sorpu fyrir samning sem þessir aðilar gerðu sín á milli til samkeppniseftirlitsins og til ráðuneytis sveitarstjórnarmála. Þeir gera samning sín á milli um að úrgangur sem fellur til á Suðurlandi komi til urðunar á Álfsnesi. Það sem við finnum að er lítil klausa um að Sorpstöð Suðurlands verði að koma með allan endurvinnanlegan úrgang af svæðinu líka til Sorpu, annars fái þeir ekki að urða,“ útskýrir Jón fyrir Fréttablaðinu. ÍG hefur einmitt verið að reisa umhleðslustöð fyrir endurvinnanlegan úrgang og hugðist nýta það sem til fellur á Suðurlandi. Þrjú sveitarfélög á svæðinu hafi samning við ÍG um að selja fyrirtækinu allan endurnýjanlegan úrgang. „Það átti að neita þeim um að urða ruslið í Álfsnesi. Niðurstaðan var sú að það var lagður á 321 krónu nefskattur á hvern íbúa þessara sveitarfélaga svo þau fái að urða í Álfsnesi. Þarna er verið að refsa þeim þremur sveitarfélögum á Suðurlandi sem er langlengst komin í að flokka úrgang,“ segir forstjóri ÍG. Jón er afar gagnrýninn á að Sorpstöð Suðurlands skuli ekki hafa brugðist við fyrirsjáanlegri lokun urðunarstaðar í Kirkjuferjuhjáleigu hinn 1. desember síðastliðinn. Lokunin hafi verið löngu ljós. „Samt sem áður var getuleysi þeirra sem fóru með málefni Sorpstöðvar Suðurlands slíkt að ekkert var búið að gera í málinu og engar lausnir búið að kanna og fyrir þau mistök þurfum við að greiða með dýrustu urðunargjöldum á landinu og flutningum yfir Hellisheiði,“ skrifar Jón í Sunnlenska fréttablaðið. Hann kveður nýja fyrirkomulagið hafa allt að sexfaldað urðunarkostnað fyrirtækja á Suðurlandi. Ekki náðist í gær í Guðmundur Tr. Ólafsson, framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Suðurlands. gar@frettabladid.is Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Íslenska gámafélagið hefur kært Sorpstöð Suðurlands fyrir brot á bæði samkeppnislögum og stjórnsýslulögum. Jón Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir í grein í Sunnlenska fréttablaðinu að aðgerðarleysi Sorpstöðvarinnar í að finna nýjan sorpurðunarstað hafi í för með sér gríðarlegan kostnaðarauka fyrir íbúa og fyrirtæki á starfssviði stöðvarinnar. Eftir að Íslenska gámafélagið (ÍG) hafi kært Sorpstöðina fyrir meinta ólöglega samkeppni hafi sveitarfélagið Árborg sagt upp sammingi um sorphirðu við ÍG. „Við kærðum Sorpstöð Suðurlands og Sorpu fyrir samning sem þessir aðilar gerðu sín á milli til samkeppniseftirlitsins og til ráðuneytis sveitarstjórnarmála. Þeir gera samning sín á milli um að úrgangur sem fellur til á Suðurlandi komi til urðunar á Álfsnesi. Það sem við finnum að er lítil klausa um að Sorpstöð Suðurlands verði að koma með allan endurvinnanlegan úrgang af svæðinu líka til Sorpu, annars fái þeir ekki að urða,“ útskýrir Jón fyrir Fréttablaðinu. ÍG hefur einmitt verið að reisa umhleðslustöð fyrir endurvinnanlegan úrgang og hugðist nýta það sem til fellur á Suðurlandi. Þrjú sveitarfélög á svæðinu hafi samning við ÍG um að selja fyrirtækinu allan endurnýjanlegan úrgang. „Það átti að neita þeim um að urða ruslið í Álfsnesi. Niðurstaðan var sú að það var lagður á 321 krónu nefskattur á hvern íbúa þessara sveitarfélaga svo þau fái að urða í Álfsnesi. Þarna er verið að refsa þeim þremur sveitarfélögum á Suðurlandi sem er langlengst komin í að flokka úrgang,“ segir forstjóri ÍG. Jón er afar gagnrýninn á að Sorpstöð Suðurlands skuli ekki hafa brugðist við fyrirsjáanlegri lokun urðunarstaðar í Kirkjuferjuhjáleigu hinn 1. desember síðastliðinn. Lokunin hafi verið löngu ljós. „Samt sem áður var getuleysi þeirra sem fóru með málefni Sorpstöðvar Suðurlands slíkt að ekkert var búið að gera í málinu og engar lausnir búið að kanna og fyrir þau mistök þurfum við að greiða með dýrustu urðunargjöldum á landinu og flutningum yfir Hellisheiði,“ skrifar Jón í Sunnlenska fréttablaðið. Hann kveður nýja fyrirkomulagið hafa allt að sexfaldað urðunarkostnað fyrirtækja á Suðurlandi. Ekki náðist í gær í Guðmundur Tr. Ólafsson, framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Suðurlands. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira