Innlent

Facebook nauðgari áfram í varðhaldi

Ívar Anton færður fyrir dómara í byrjun janúar.
Ívar Anton færður fyrir dómara í byrjun janúar.
Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á aldrinum 13 til 16 ára. Maðurinn heitir Ívar Anton Jóhansson og er 22 ára gamall. Hann kynntist stúlkunum á Facebook samskiptavefnum eins og rakið hefur verið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í gögnum málsins og framburði stúlknanna er að finna sláandi lýsingar á grófum kynmökum og kynferðisathöfnum sem hann lét stúlkurnar framkvæma. Í tölvu Ívars fundust svo margar hreyfimyndir sem geyma barnaklám og sýna stúlkubörn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×