Erlent

Breskir þingmenn kærðir fyrir þjófnað

Óli Tynes skrifar
Breska þinghúsið.
Breska þinghúsið.

Fjórir breskir þingmenn verða sóttir til saka fyrir oftöku fjár úr opinberum sjóðum. Þeir eru sakaðir um þjófnað.

Í maí á síðasta ári komust breskir fjölmiðlar yfir gögn sem sýndu að yfir helmingur þingmanna hafði látið ríkið greiða reikninga sem þeir áttu sjálfir að borga. Alls gerðu það 390 þingmenn af 646.

Í langflestum tilfellum þótti nægja að láta þingmennina endurgreiða féð, og var það samtals rúm ein milljón sterlingspunda eða yfir 200 milljónir íslenskra króna.

Fjórir þóttu hinsvegar hafa verið svo gírugir að þeir verða ákærðir fyrir þjófnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×