Innlent

Gæti fengið sextán ára fangelsi

Sakborningurinn leiddur fyrir dómara.
Sakborningurinn leiddur fyrir dómara.

Brot karlmanns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um gróf kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum, sem hann kynntist í gegnum Facebook, varða allt að sextán ára fangelsi.

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að maðurinn sitji í gæsluvarðhaldi til 3. mars. Þrjú þessara brota eru komin til ríkissaksóknara og hið fjórða á leiðinni. Að auki hefur ríksisaksóknari til meðferðar mál er varðar vörslu mannsins á barnaklámi.

Kynferðisbrotamál mannsins gegn stúlkunum fjórum komu til kasta lögreglu í árslok 2009 með stuttu millibili og eiga það sammerkt að meintir brotaþolar eru ungar stúlkur undir lögaldri, þar af tvær undir kynferðislegum lögaldri. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum enda hafi maðurinn yfirburði í aldri og þroska fram yfir stúlkurnar. Þá endurspegli það aukinn ásetning mannsins að hann láti ekki segjast og hafi ekki liðið nema vika frá því að ákærði hafi verið yfirheyrður vegna meints kynferðisbrots gegn ungri stúlku og þar til hann hafi sett sig í samband við fjórðu stúlkuna. - jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×