Erlent

Köstuðu kjarnorkuúrgangi í Svía

Óli Tynes skrifar

Rússneski herinn kastaði bæði kjarnorkuúrgangi úrgangi og efnavopnum í sjóinn í sænskri landhelgi snemma á níunda áratugnum.

Í frétt um þetta í sænska sjónvarpinu er einnig sagt að sænsk stjórnvöld kunni að hafa vitað af þessu en ekkert aðhafst.

Samkvæmt sjónvarpinu fóru rússnesk skip að nóttu til frá herstöð í Lettlandi og köstuðu úrganginum í sjóinn.

Eystrasalt er mengaðasta haf á jörðinni. Það er hálf-lokað og tekur því langan tíma fyrir það að hreinsa sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×