Erlent

Metsnjókoma í Washington

Mikill hríðarbylur geisar í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Svo mikil er snjókoman að veðurfræðingar telja að útlit sé fyrir að met frá því árið 1922 verði slegið. Þá var snjóþekjan 71 sentimetri en nú hafa 68 senimetra snjóalög myndast.

Frá því mælingar hófust hefur ekki snjóað meira en 30 sentimetrum frá árinu 1870. Samgöngukerfi á svæðinu eru úr skorðum auk þess sem ýmsum stofnunum hefur verið lokað vegna veðurs. Fólki er ráðlagt að vera ekki á ferð nema brýna þörf beri til en talið er að hundruð slysa megi rekja til tíðarfarsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×