Erlent

Stjórninni bjargað

Gerry Adams Leiðtogi Sinn Fein blaðar í samningnum.fréttablaðið/AP
Gerry Adams Leiðtogi Sinn Fein blaðar í samningnum.fréttablaðið/AP

Sambandssinnar og lýðveldissinnar á Norður-Írlandi náðu loks samkomulagi í gær eftir langvinnar deilur um framhald heimastjórnarinnar.

Samkomulagið felur í sér að umsjón löggæslu og dómsmála verður færð frá bresku stjórninni til heimastjórnar Norður-Írlands ekki síðar en 12. apríl, eins og kaþólskir lýðveldissinnar höfðu gert kröfu um. Nýtt ráðuneyti dómsmála verður stofnað í þessu skyni á Norður-Írlandi.

Í staðinn fengu sambandssinnar því framgengt að nýtt fyrirkomulag verður á skrúðgöngum Óraníumanna, sem báðir aðilar verða að koma sér saman um. Sinn Fein, flokkur kaþólskra, hafði hótað því að segja sig úr stjórninni, sem hefði hugsanlega orðið banabiti friðarsamkomulagsins frá 1998.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×