Erlent

Stærðar rostung rak á land

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rostungur.
Rostungur.
Það eru ekki einungis Íslendingar sem hafa glímt við þann vanda að villt dýr villist af leið og sæki landann heim líkt og hvítabirnan gerði fyrir norðan.

Stærðarinnar rostung rak á land við strendur Danmerkur í dag. Það er í fyrsta skipti sem lifandi rostung rekur á landið síðan árið 1999. Danmarks Radio segir að dýrið sé tveggja metra langt og mörg hundruð kíló að þyngd.

Rostungurinn er hins vegar svo illa á sig komið að búist er við því að það verði aflífað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×