Erlent

Ráðist á Sjía múslíma í Pakistan og Írak

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Tvær sprengjur sprungu í Pakistönsku borginni Karachi í dag og liggja 25 hið minnsta í valnum og 50 eru sárir. Í fyrri sprengingunni ók maður á mótorhjóli sem klyfjað var sprengiefni á strætisvagn sem var á leið með Sjía múslíma til bænahalds. Bíllinn sprakk í loft upp og 12 létust.

Klukkustund síðar sprakk sprengja við inngang bráðadeildarinnar þar sem verið var að hlúa að hinum særðu úr fyrri sprengingunni. Að minnsta kosti 13 létust í þeirri árás. Árásirnar eru gerðar þrátt fyrir mikla öryggisgæslu í landinu þessa dagana en Sjía múslímar halda trúarhátíð hátíðlega.

Í dag létust einnig 40 Sjía múslímar í írösku borginni Karbala en fólkið tók þátt í sömu trúarhátíð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×