Fleiri fréttir

Velferðakerfið þolir ekki meira

Formaður BSRB, Elín Björg Jónsdóttir, segir frekari niðurskurð á velferðarkerfinu geta valdið varanlegu tjóni. Gylfi Arnbjörnsson, forseti AsÍ, segir ríkisstjórnina nú þegar hafa fullnýtt heimild sína til skattahækkana samkvæmt stöðugleikasáttmálanum og því sé eingöngu hægt að skera niður í ríkisútgjöldum.

Ætlaði að greiða fyrir gistingu með stolnu greiðslukorti

Kona á þrítugsaldri var handtekin fyrir fjársvik á gististað á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hún notaði stolið greiðslukort til að borga fyrir gistinguna. Í herbergi konunnar fundust einnig munir sem hún gat ekki gert grein fyrir.

Játaði kannabisræktun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í bílskúr í Hafnarfirði í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á 10 kannabisplöntur og ýmsan búnað sem tengdist starfseminni. Karl um fertugt var færður á lögreglustöð i tengslum við rannsókn málsins og hefur hann játað aðild sína að málinu, að fram kemur á vef lögreglunnar.

Þingmaður segir Alþingi ekki gæta almannahagsmuna

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að Alþingi sinni ekki hlutverki sínu og gæti ekki almannahagsmuna. Enn hafi ekki verið gerðar úttektir á ákveðnum stofnunum sem brugðust í aðdraganda bankahrunsins.

Stjórnendur fái ekki fyrirtækin á silfurfati

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi vinnubrögð bankanna á Alþingi í dag og sagði ótækt að stjórnendur stórfyrirtækja sem hafi keyrt þau í þrot geti fengið sömu fyrirtæki á silfurfati. Bankarnir virðist einungis vilja hámarka arðsemi sína til skemmri tíma.

Erpur tjáir sig ekki vegna rannsóknarhagsmuna

Erpur Eyvindarson rappari segist vera búinn að gefa skýrslu til lögreglu um árásina sem hann varð fyrir á mánudaginn. Hann segist ekki geta tjáð sig um árásina að svo stöddu vegna þess að rannsóknin sé enn í fullum gangi. „Þetta er viðkvæmt mál," segir Erpur. Hann útilokar þó ekki að hann muni tjá sig síðar.

Framapotarar í meirihluta með Vöku og Röskvu

Skiptafundur Stúdentaráðs Háskóla Íslands fór fram í gær síða. Á fundinum tók til starfa ný samvinnustjórn sem byggir á samvinnu Vöku, Röskvu og Skrövku innan ráðsins. Vökuliðinn Jens Fjalar Skaptason tók á sama tíma við af Hildi Björnsdóttur sem formaður ráðsins.

Ögmundur: Gleðin er innan viðráðanlegra marka

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segist aldrei hafa verið andvígari inngöngu Íslands að Evrópusambandinu en núna. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði Ögmund á Alþingi í dag hvort hann deili gleði forsætisráðherra vegna frétta af ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB að mæla með aðildarviðræðum við Ísland. Ögmundur sagði að gleði sín væri innan viðráðanlegra marka.

Uppruni lagstúfsins fundinn

Fréttastofa leitaði í gær að uppruna lagstúfsins "saltkjöt og baunir túkall." Þjóðháttafræðingar og starfsmenn þjóðminjasafnsins hvorki skýringar á aldri þessa orðasambands né á því hvernig túkallinn komst inn í borðhaldið. Ómar Ragnarsson elsta hljóðritaða dæmið vera frá miðri öld. Karen Kjartansdóttir reyndi að leysa gátuna.

Erfitt fyrir Breta og Hollendinga að hafna tilboði Íslendinga

Engin fundur hefur verið boðaður milli samninganefndar Íslands og Breta og Hollendinga í dag. Gert er hins vegar ráð fyrir frekari viðræðum á næstu dögum. Formaður Framsóknarflokksins segir að erfitt verði fyrir Breta og Hollendinga að hafna tilboði Íslendinga.

Ákærður fyrir að berja mann með grjóthnullungi

Karlmaður á 22. aldursári hefur verið ákærður fyrir berja annan mann ítrekað með grjóthnullungi í bak, á hnakka og í andlit á Ísafirði þann 1. ágúst í fyrra. Sá sem varð fyrir árásinni vankaðist, hlaut skurð á enni og frekari meiðsl.

Erlendar hótelkeðjur sýna Austurhöfn áhuga

Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Situsar systurfélags Portusar, sem heldur utan um rekstarfélag hótels við tónlistarhúsið við Austurhöfnina, segir að fjölmargar erlendar hótelkeðjur sýni rekstri hótels við tónnlistarhúsið áhuga. Stefnt er að því að þar rísi 250 herbergja hótel árið 2013.

Hætta að dreifa klámi

Vodafone hefur ákveðið að hætta dreifingu og sölu á öllu erótísku efni í gegnum vefgátt fyrir farsíma. Sömuleiðis verður hætt að bjóða slíkt efni á Leigunni, sem er stafræn leiga á myndefni fyrir sjónvarp.

Evrópusambandið flengir Grikki

Evrópusambandið hefur sýnt vanþóknun sína og mátt sinn með því að svipta Grikkland atkvæðisrétti á fundi sem haldinn verður í næsta mánuði.

Haldið upp á öskudaginn

Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að í dag er öskudagur. Af því tilefni hafa eflaust margir, ungir sem aldnir, brugðið sér í margvísleg skemmtileg gervi. Þessir hressu strákar urðu á vegi myndatökumanna 365 í morgun.

Icelandair harmar verkfallsboðun flugvirkja

Icelandair harmar þá ákvörðun Flugvirkjafélags Íslands að boða til verkfalls dagana 22.-28. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair sendi fjölmiðlum. Segir hann að verkfallið geti valdið viðskiptavinum, íslenskri ferðaþjónustu og atvinnulífi miklu tjóni.

Brýnt að breyta innkaupareglum Kópavogs

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir brýnt að breyta innkaupareglum bæjarfélagsins. Hún hefur lagt fram tillögu í bæjarráði sem gerir ráð fyrir að útboð verði viðhaft vegna verklegra framkvæmda umfram 10 milljónir. Viðmiðið í dag er 20 milljónir.

Krefur lögreglustjóra um skýringar á dópleit

Róbert Spanó, umboðsmaður Alþingis, hefur skrifað Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, bréf þar sem hann krefur hann um svör vegna aðgerða lögreglu í Tækniskólanum á Skólavörðuholti í síðustu viku.

Aldrei fleiri blaðamenn drepnir

Sjötíu blaðamenn voru drepnir vegna starfa sinna á síðasta ári og er það mesti fjöldi síðan byrjað var að skrá dauðsföll í stéttinni fyrir þrjátíu árum.

Víst hittum við

Breska herstjórnin segir að eldflaug sem varð tólf óbreyttum borgurum að bana í Afganistan í síðustu viku hafi hitt beint á skotmark sitt.

Spenna eykst á ný vegna Falklandseyja

Argentinsk stjórnvöld tilkynntu í gær að öll skip sem sigldu frá Argentínu til Falklandseyja þyrftu sérstakt leyfi yfirvalda til ferðarinnar.

Sprengjugengi HÍ með háskasýningar í Háskólabíó

Djarfur hópur efnafræðinema við Háskóla Íslands, sem gengur undir nafninu Sprengjugengið, verður með tvær háskasýningar í Háskólabíó næstkomandi laugardag. Fyrri sýningin er klukkan 13 og sú seinni klukkustund síðar.

Tvær konur kæra nauðgun

Tvær stúlkur hafa kært nauðgun til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir helgina. Málin eru í rannsókn hjá kynferðisbrotadeild.

Styrkur veittur til minningar

Landsvirkjun færði í gær Slysavarnafélaginu Landsbjörg 500 þúsund krónur til minningar um Halldóru Benediktsdóttur er lést þegar hún féll í sprungu á Langjökli 30. janúar síðastliðinn.

Þúsundir fara í golf á ferðalagi

Golfiðkun ferðafólks skiptir golfklúbba miklu máli um allt land. Ný könnun Ferðamálastofu bendir til að klúbbarnir hafi tugmilljónir í tekjur af þeim sem stunda golf á ferðalagi.

Nú viðurkennt vísindatímarit

Tímaritið Icelandic Agri­cultural Sciences, sem Veiðimálastofnun ásamt fleiri íslenskum stofnunum stendur að, er komið á ISI- gagnagrunninn sem er sá viðurkenndasti í heimi vísindanna. Þar með er ritið staðfest sem fyrsta flokks alþjóðlegt vísindarit.

Ekki sé reiknað með lóðasölu

Marteinn Magnússon, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, gagnrýnir að meirihluti sjálfstæðismanna og Vinstri grænna geri ráð fyrir 450 milljóna króna tekjum af lóðasölu á þremur árum.

Töluvert minni afli en í fyrra

Fiskafli íslenskra skipa nam 55.445 tonnum í janúar samanborið við 71.520 tonn í sama mánuði í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Botnfiskafli dróst saman um rúm 1.700 tonn og nam 31.300 tonnum. Þar af nam þorskaflinn rúmum 17.400 tonnum, sem er aukning um 1.700 tonn frá fyrra ári.

Niðurstaða forvals VG staðfest

Niðurstaða forvals VG í Reykjavík, sem kynnt var á dögunum, hefur verið staðfest, eftir að utankjörfundaratkvæði voru endurtalin.

Ekki bankakerfisins að refsa

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir mikilvægt að reglur réttarríkisins séu hafðar í heiðri við endurreisn fyrirtækja. Það sé dómskerfisins að refsa mönnum hafi þeir brotið lög en ekki bankakerfisins.

Ramos áfram í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhald yfir brasilíska lýtalækninum Hosmany Ramos var framlengt um tvær vikur í héraðsdómi í gær.

Fundaði með sendiherrum

Þrír nýir sendiherrar afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, trúnaðarbréf sín í gær.

Dregur mjög úr akstri lögreglu

Rúmlega 160 ökutækjum lögreglunnar var ekið um 600 þúsund kílómetrum minna á árinu 2009 en árið áður, samkvæmt upplýsingum frá starfshópi ríkislögreglustjóra, sem hefur eftirlit með tækjum og búnaði lögreglunnar. Í fyrra voru eknir kílómetrar 4.521.354 talsins sem er um 12 prósent minni akstur en á árinu 2008.

Fjórðungi færri skipta um bíl

Ríflega fjórðungi færri eigendaskipti urðu á ökutækjum fyrstu 45 daga ársins en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu. Í ár urðu eigendaskipti á 6.861 ökutæki, samanborið við 9.247 í fyrra. Munurinn er 25,8 prósent.

Beittu kylfu og járnkeðju

Fjórir karlmenn eru nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, ákærðir fyrir hrottalega líkamsárás.

Félag gegn fyrningarleið

Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, vinna nú að stofnun félags til höfuðs stefnu ríkisstjórnarinnar um fyrningu aflaheimilda. Er félagsskapurinn hugsaður sem framhald af þeim hópi sem kom saman á ráðstefnu í Eyjum fyrir stuttu undir nafninu Fyrnum fyrningarleiðina.

Var holgóma og með klumbufót

Egypski faraóinn Tútankamón, sem komst til valda tíu ára gamall árið 1333 fyrir Krist, var með klumbufót og holgóm. Líklega þurfti hann að ganga við staf. Dánarmein hans má rekja til fótbrots og malaríu sem hann fékk í framhaldi þess.

Árni Johnsen búinn að skila

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur skilað Ríkisendurskoðun yfirlýsingu um að kostnaður hans vegna prófkjörs fyrir síðustu kosningar hafi verið undir 300.000 krónum.

Sjá næstu 50 fréttir