Erlent

Var holgóma og með klumbufót

Tútankamón Ítarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á múmíu hans.
nordicphotos/AFP
Tútankamón Ítarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á múmíu hans. nordicphotos/AFP

Egypski faraóinn Tútankamón, sem komst til valda tíu ára gamall árið 1333 fyrir Krist, var með klumbufót og holgóm. Líklega þurfti hann að ganga við staf. Dánarmein hans má rekja til fótbrots og malaríu sem hann fékk í framhaldi þess.

Allt þetta kom í ljós við ítarlegar rannsóknir á múmíu faraósins og fimmtán öðrum múmíum, sem sumar eru af nánum ættingjum hans. Erfðaefni þeirra var skoðað og teknar tölvusneiðmyndir af þeim.

Einnig kom í ljós að faðir Tútankamóns var líklega Akenaten faraó, en móðir hans líklega systir Akenatens.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×