Fleiri fréttir Þýskir sjóliðar buðu fjórtán ára stelpu í partí Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af þýskum sjóliðum sem komu hingað á herskipi og liggur við bryggju í miðborg Reykjavíkur. 16.2.2010 22:38 Yfirvöld í Dubai leita að dularfullum launmorðingjum Yfirvöld í Dubai leita að ellefu einstaklingum sem eru grunaðir um að hafa myrt Mahmoud al-Mabhouh, sem er einn af stofnendum vopnaðs anga Hamas-samtakanna í Palestínu. 16.2.2010 22:24 Hermann Valsson: No komment „Ég hef ekkert um þetta að segja,“ svaraði varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, Hermann Valsson, sem var staddur í kvikmyndahúsi þegar haft var samband við hann vegna sérkennilegrar uppákomu sem varð á borgarstjórnarfundi í dag. 16.2.2010 21:30 Sóley Tómasdóttir: Skipaði engum - náðum ekki að tala saman „Auðvitað var ég ekki að skipa neinum að gera eitt né neitt og það myndi aldrei hvarfla að mér,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, um sérkennilega uppákomu sem varð á borgarstjórnarfundi í dag. Þá sagði hún við varaborgarfulltrúann, Hermann Valsson, að þau ættu að sitja hjá eftir að hann hafði greitt gegn frávísunartillögu meirihlutans um sameiningu Reykjavíkur og Álftaness. 16.2.2010 21:01 Sóley Tómasdóttir skipaði flokksmanni að sitja hjá úr pontu Borgarfulltrúi Vinsti grænna, og komandi oddviti borgarstjórnarlistans, Sóley Tómasdóttir, skipaði Hermanni Valssyni að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi í dag. 16.2.2010 20:16 Össur ósáttur við kanadískan starfsbróður „Ég er óánægður með þessa ákvörðun,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, aðspurður um þá ákvörðun utanríkisráðherra Kanada að bjóða einungis strandríkjum Norðurskautsráðsins til fundar í Quebec í Kanada í mars. 16.2.2010 17:11 Halldór Jónsson: Þegar skamma á Moskvu verður Albanía fyrir valinu Verkfræðingurinn Halldór Jónsson svarar ásökunum eigin flokksmanna um óeðlileg viðskipti fyrirtækis á hans vegum við Kópavogsbæ í pistli á bloggi sínu í dag. Þar lætur hann að því liggja að árásir á hann séu í raun pólitískar árásir á Gunnar Birgisson, fyrrum bæjarstjóra Kópavogs, en hann sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. 16.2.2010 19:37 Skoska konan sá björgunarþyrluna sveima yfir sér Skoska konan sem týndist á Langjökli ásamt ellefu ára syni sínum hátt í átta tíma segist margsinnis hafa séð þyrlu Landhelgisgæslunnar sveima yfir þeim mæðginum en sökum blindbyls sást ekki til þeirra. 16.2.2010 19:02 Flóttamenn leita á náðir mæðrastyrksnefndar Flóttamenn frá Kólumbíu og Palestínu sem komu hingað til lands á vegum íslenska ríkisins fyrir fáum árum hafa þurft að leita á náðir Mæðrastyrksnefndar og fjárhagslegar aðstæður þeirra eru bágar eftir hrunið. Formaður Flóttamannanefndar segir það slæm tíðindi en engu að síður sé það mannúðarverk að taka á móti fólki frá Haítí. 16.2.2010 18:52 Á sterum með haglabyssuna á lofti Birkir Arnar Jónsson sem dæmdur var í sex ára fangelsi í dag ætlaði að hræða mann sem kærasta hans hafði kært fyrir kynferðisbrot. Birkir var á sterum og undir áhrifum áfengis þegar hann skaut sex haglabyssuskotum í átt að fyrrum vinnuveitanda kærustunnar. 16.2.2010 18:30 Össur ræddi við Carl Bildt Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í Stokkhólmi samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 16.2.2010 17:57 Sindri gefur björgunarsveitum frítt viðhald Verslunin Sindri gaf rústabjörgunarsveit Ársæls varahluti í Seesnake-myndavél sem var meðal annars notuð við björgunarstörf á Haítí. 16.2.2010 17:31 Braut gróflega gegn reynslulausn Síbrotamaður var í dag dæmdur í Hæstarétti Íslands til þess að afplána 540 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar og september árið 2008. 16.2.2010 17:20 Átján ára með fíkniefni og laug til um nafn Um helgina voru fjórir ökumenn teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en tveir þeirra voru jafnframt próflausir. 16.2.2010 17:07 Lét dólgslega með hníf Sjö líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Fjórar þeirra áttu sér stað í miðborginni aðfaranætur laugardags og sunnudags en þær voru allar minniháttar. 16.2.2010 17:04 Kynna Ísland fyrir kínverskum ferðamönnum Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ætlar til Kína ásamt viðskiptasendinefnd ferðaþjónustufyrirtækja til Kína um miðjan júní. Tilgangurinn er að kynna Ísland sem vænlegan áfangastað fyrir kínverska ferðamenn. Ferðin er farin í tengslum við Heimssýninguna Expo 2010. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun leiða sendinefndina. 16.2.2010 16:11 Framkvæmdastjórn ESB mun mæla með aðildarviðræðum við Ísland Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun á fundi sínum þann 24. febrúar næstkomandi mæla með því að hafnar verði aðildarviðræður við Íslendinga. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Í fréttinni kemur fram að stjórnvöld á Íslandi hafi sagt að búist væri við að það tæki um 12 - 24 mánuði að ljúka viðræðum. 16.2.2010 14:36 Við erum komin að þolmörkum velferðarkerfisins, segir Jóhanna Fjárlagagerð næsta árs mun taka gríðarlega á ekki síst vegna þess að við erum komin að þolmörkum þess sem velferðarkerfið þolir, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í umræðum um stöðu efnahagsmála á Alþingi í dag. 16.2.2010 18:29 Áfram unnið að sameiningu ráðuneyta Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að enn sé unnið að sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Hún segist gera sér grein fyrir andstöðu við fyrirhugaða sameiningu meðal hluta Vinstri grænna. 16.2.2010 15:38 Fundi lokið – Engin ákvörðun um nýja samninga Fundi íslensku Icesave samninganefndarinnar við Breta og Hollendinga er lokið. Fundurinn var gagnlegur, segir Elías Jón Guðjónsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, og stendur til að halda viðræðum áfram. Hins vegar hafi Bretar og Hollendingar ekki fallist á að taka upp að nýju samningaviðræður um Icesave. 16.2.2010 14:13 Sex ára fangelsi fyrir skotárás í Þverárseli Birkir Arnar Jónsson, 23 ára gamall Reykvíkingur, var dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir tilraun til manndráps aðfararnótt sunnudagsins 15. nóvember síðastliðinn. 16.2.2010 13:05 Stofnfundur Lista Grindvíkinga Stofnfundur Lista Grindvíkinga verður annað kvöld, miðvikudaginn 17.febrúar, á Sjómannastofunni Vör. Að stofnuninni stendur breiður hópur fólks sem vill vinna faglega og lýðræðislega að málefnum bæjarins, að fram kemur í tilkynningu. 16.2.2010 16:40 Nýi hluti gjörgæsludeildar opnaður formlega Viðbygging gjörgæsludeildar á Landspítala Hringbraut verður formlega tekin í notkun á morgun klukkan þrjú. Í fréttatilkynningu frá Landspítalanum segir að gjörgæsludeildin við Hringbraut sé í „gamla spítala" 16.2.2010 15:35 Full ástæða til að óttast brottflutning fólks Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af brottflutningi fólks frá Íslandi. 16.2.2010 14:54 Fimm mánaða skilorð fyrir að berja mann með glasi Nítján ára gamall karlmaður úr Fjarðarbyggð hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan pilt og lamið hann með glerglasi. 16.2.2010 13:47 Jóhanna ætlar ekki að víkja Anne Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ætlar ekki að víkja breska hagfræðingnum Anne Sibert úr peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands vegna greinar sem hún skrifaði nýverið á vefritið VoxEu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði Jóhönnu út í málið við upphaf þingfundar í dag. Hann sagði að umrædd grein gangi út að Ísland sé ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni. 16.2.2010 13:46 Mun færri bílar nýskráðir Um 29% færri ökutæki voru nýskráð á tímabilinu 1. janúar til 15 febrúar í ár, miðað við sama tímabil í fyrra. Alls voru 316 ökutæki nýskráð í ár en 444 í fyrra, samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. 16.2.2010 13:39 Þýskt herskip til sýnis almenningi Stórt þýskt herskip liggur nú í Reykjavíkurhöfn. Þetta er freigátan Meckelnburg-Vorpommern sem kom í kurteisisheimsókn í gær og mun liggja við Miðbakka fram á föstudagsmorgun. Herskipið er opið almenningi til sýnis næstu þrjá daga milli klukkan tvo og fjögur, í dag, á morgun og á fimmtudag. Freigátan er sérstaklega smíðuð til kafbátahernaðar en einnig til loftvarna. Í áhöfn eru 199 manns en auk þess er 19 manna flugáhöfn. Freigátan var smiðuð í Bremen árið 1996 og er 6.275 tonn að stærð. Lengd skipsins er 140 metrar og breidd 16,7 metrar en það ristir 6,8 metra. Meckelnburg-Vorpommern gengur mest 29 hnúta. 16.2.2010 12:57 Þrjátíu börn fengu ókeypis tannlæknaþjónustu Þrjátíu börn á aldrinum 6 til 18 ára frá efnalitlum fjölskyldum hafa undanfarið fengið ókeypis tannviðgerðir hjá tíu tannlæknum. Tannlæknarnir buðu börnunum þessa þjónustu í gegnum Fjölskylduhjálp Íslands. 16.2.2010 12:36 Hæstiréttur er 90 ára í dag Hæstiréttur Íslands er 90 ára í dag, en hann var stofnaður þann 16. febrúar árið 1920. Af því tilefni efnir Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, til málþings. Á málþinginu mun Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra fjalla um frumvarp um dómstóla sem felur meðal annars í sér breytingar fyrirkomulagi við skipan hæstaréttardómara. 16.2.2010 12:08 Viðskiptaleg rök fyrir lögleiðingu spilavíta Samtök ferðaþjónustunnar sjá ekkert athugavert við lögleiðingu á starfsemi spilavíta hér á landi. Ferðamálastofa segir viðskiptaleg rök fyrir lögleiðingunni vissulega vera fyrir hendi. Mörgum spurningum er þó ósvarað. 16.2.2010 12:03 Íslenska samninganefndin fundar með Bretum og Hollendingum Íslenska Icesave samninganefndin settist á fund með samninganefndum Hollendinga og Breta klukkan ellefu í morgun. Hún ræddi við ráðgjafa sína á fyrir fundinn. 16.2.2010 11:56 Dvelur enn á Landsspítalanum Skoska konan, sem bjargað var kaldri og hrakinni af Langjökli í fyrrinótt, dvelur enn á Landsspítalanum, en hún hlaut minniháttar kal á höndum. Samkvæmt heimildum fréttastofu dvelur hún þar til öryggis, á meðan hún er að jafna sig á miklu andlegu losti, sem hún varð fyrir. 16.2.2010 11:52 Póstatkvæði í forvali VG endurtalin Að lokinni endurtalningu þeirra atkvæða sem greidd voru bréflega í forvali Vinstri grænna í Reykjavík 6. febrúar er ljóst að niðurstöður talningar eru þær sömu og á kjördag. Þetta kemur fram á vef VG. Viðstaddir endurtalningu voru umboðsmenn frambjóðenda, fulltrúar stjórnar VGR sem framkvæmdu talninguna, auk þess sem fulltrúi forvalsstjórnar mætti til að gera skil á kjörgögnunum. 16.2.2010 11:02 Á batavegi eftir slysið í Hoffelli Báðir mennirnir sem misstu meðvitund um borð í fjölveiðiskipinu Hoffelli á Fáskrúðsfirði á sunnudagsmorgun eru á batavegi. 16.2.2010 10:36 Löggan keyrir minna 163 ökutækjum lögreglu var ekið um 600 þúsund kílómetrum minna á árinu 2009 en árið áður. Þetta kemur fram í upplýsingum frá starfshópi ríkislögreglustjóra sem hefur eftirlit með tækjum og búnaði lögreglunnar. Í fyrra voru eknir rúmlega 4,5 milljónir kílómetra sem er um 12% minni akstur en á árinu 2008. Þá hefur tjónakostnaður sem fellur á lögregluna lækkað verulega milli ára, eða úr 13 milljónum árið 2008 í 5,4 milljónir á síðasta ári. Undir þennan lið falla öll tjón sem tryggingafélög bæta ekki. 16.2.2010 10:31 Vilja ódýrari frístundir fyrir börn og unglinga Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram á fundi borgarstjórnar síðar í dag tillögu um ódýrari frístundir barna og unglinga til að bregðast við erfiðri stöðu margra fjölskyldna í borginni. 16.2.2010 10:23 Fimm leituðu til læknis eftir bilveltu Fimm stúlkur voru fluttar til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja eftir að bifreið þeirra lenti út af veginum á Fellavegi rétt fyrir ofan byggðina í Vestmannaeyjum um ellefuleytið i gærkvöld. 16.2.2010 10:18 Á fimmta þúsund hata að Móri reyni að stinga þau Fljótlega eftir að fréttir bárust af átökum Magnúsar Björnssonar, sem er betur þekktur sem rapparinn Móri, og Erps Eyvindarsonar í húsakynnum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Skaftahlíð í gær var stofnaður hópur á Facebook sem heitir: „Ég hata þegar Móri reynir að stinga mig þegar ég er að skúra.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fjölgaði miðlimum hópsins ört og í dag eru þeir orðnir tæplega 4800. 16.2.2010 10:12 Telja nauðganir vera konum að kenna Rúmlega helmingur kvenna í Bretlandi telur að fórnarlömb nauðgana beri sjálf ábyrgð á verknaðinum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. 16.2.2010 09:45 Íris nýr formaður innflytjendaráðs Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað fulltrúa í innflytjendaráð til næstu fjögurra ára. Nýr formaður ráðsins er Íris Björg Kristjánsdóttir og tekur hún við af Hrannari B. Arnarssyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra. 16.2.2010 09:36 Bregst við dómi með nýju frumvarpi Eygló Harðardóttir hefur ákveðið að leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um frestun nauðungarsölu og flýtimeðferð einkamála vegna erlendra lána. 16.2.2010 09:14 Þrjú ár að hreinsa til á Haítí Forseti Haítís segir að það muni taka þrjú ár að fjarlægja húsarústir úr höfuðborginni Port au Prince og fyrr verði ekki hægt að hefja endurreisn af fullum krafti. 16.2.2010 08:44 Yfirhershöfðingi talibana handtekinn Bandaríska dagblaðið New York Times segir að Múlla Baradar hafi verið handtekinn í borginni Karachi í Pakistan fyrir nokkrum dögum, en dregið að skýra frá því þartil nú. Hann er sagður til yfirheyrslu í Karachi. 16.2.2010 08:24 Erpur og Móri ætla að kæra hvor annan Rapparinn Erpur Eyvindarson átti fótum sínum fjör að launa á útvarpsstöðinni X-inu í gær þegar annar rappari, Móri, réðst að honum vopnaður hníf og rafbyssu. 16.2.2010 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Þýskir sjóliðar buðu fjórtán ára stelpu í partí Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af þýskum sjóliðum sem komu hingað á herskipi og liggur við bryggju í miðborg Reykjavíkur. 16.2.2010 22:38
Yfirvöld í Dubai leita að dularfullum launmorðingjum Yfirvöld í Dubai leita að ellefu einstaklingum sem eru grunaðir um að hafa myrt Mahmoud al-Mabhouh, sem er einn af stofnendum vopnaðs anga Hamas-samtakanna í Palestínu. 16.2.2010 22:24
Hermann Valsson: No komment „Ég hef ekkert um þetta að segja,“ svaraði varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, Hermann Valsson, sem var staddur í kvikmyndahúsi þegar haft var samband við hann vegna sérkennilegrar uppákomu sem varð á borgarstjórnarfundi í dag. 16.2.2010 21:30
Sóley Tómasdóttir: Skipaði engum - náðum ekki að tala saman „Auðvitað var ég ekki að skipa neinum að gera eitt né neitt og það myndi aldrei hvarfla að mér,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, um sérkennilega uppákomu sem varð á borgarstjórnarfundi í dag. Þá sagði hún við varaborgarfulltrúann, Hermann Valsson, að þau ættu að sitja hjá eftir að hann hafði greitt gegn frávísunartillögu meirihlutans um sameiningu Reykjavíkur og Álftaness. 16.2.2010 21:01
Sóley Tómasdóttir skipaði flokksmanni að sitja hjá úr pontu Borgarfulltrúi Vinsti grænna, og komandi oddviti borgarstjórnarlistans, Sóley Tómasdóttir, skipaði Hermanni Valssyni að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi í dag. 16.2.2010 20:16
Össur ósáttur við kanadískan starfsbróður „Ég er óánægður með þessa ákvörðun,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, aðspurður um þá ákvörðun utanríkisráðherra Kanada að bjóða einungis strandríkjum Norðurskautsráðsins til fundar í Quebec í Kanada í mars. 16.2.2010 17:11
Halldór Jónsson: Þegar skamma á Moskvu verður Albanía fyrir valinu Verkfræðingurinn Halldór Jónsson svarar ásökunum eigin flokksmanna um óeðlileg viðskipti fyrirtækis á hans vegum við Kópavogsbæ í pistli á bloggi sínu í dag. Þar lætur hann að því liggja að árásir á hann séu í raun pólitískar árásir á Gunnar Birgisson, fyrrum bæjarstjóra Kópavogs, en hann sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. 16.2.2010 19:37
Skoska konan sá björgunarþyrluna sveima yfir sér Skoska konan sem týndist á Langjökli ásamt ellefu ára syni sínum hátt í átta tíma segist margsinnis hafa séð þyrlu Landhelgisgæslunnar sveima yfir þeim mæðginum en sökum blindbyls sást ekki til þeirra. 16.2.2010 19:02
Flóttamenn leita á náðir mæðrastyrksnefndar Flóttamenn frá Kólumbíu og Palestínu sem komu hingað til lands á vegum íslenska ríkisins fyrir fáum árum hafa þurft að leita á náðir Mæðrastyrksnefndar og fjárhagslegar aðstæður þeirra eru bágar eftir hrunið. Formaður Flóttamannanefndar segir það slæm tíðindi en engu að síður sé það mannúðarverk að taka á móti fólki frá Haítí. 16.2.2010 18:52
Á sterum með haglabyssuna á lofti Birkir Arnar Jónsson sem dæmdur var í sex ára fangelsi í dag ætlaði að hræða mann sem kærasta hans hafði kært fyrir kynferðisbrot. Birkir var á sterum og undir áhrifum áfengis þegar hann skaut sex haglabyssuskotum í átt að fyrrum vinnuveitanda kærustunnar. 16.2.2010 18:30
Össur ræddi við Carl Bildt Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í Stokkhólmi samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 16.2.2010 17:57
Sindri gefur björgunarsveitum frítt viðhald Verslunin Sindri gaf rústabjörgunarsveit Ársæls varahluti í Seesnake-myndavél sem var meðal annars notuð við björgunarstörf á Haítí. 16.2.2010 17:31
Braut gróflega gegn reynslulausn Síbrotamaður var í dag dæmdur í Hæstarétti Íslands til þess að afplána 540 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar og september árið 2008. 16.2.2010 17:20
Átján ára með fíkniefni og laug til um nafn Um helgina voru fjórir ökumenn teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en tveir þeirra voru jafnframt próflausir. 16.2.2010 17:07
Lét dólgslega með hníf Sjö líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Fjórar þeirra áttu sér stað í miðborginni aðfaranætur laugardags og sunnudags en þær voru allar minniháttar. 16.2.2010 17:04
Kynna Ísland fyrir kínverskum ferðamönnum Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ætlar til Kína ásamt viðskiptasendinefnd ferðaþjónustufyrirtækja til Kína um miðjan júní. Tilgangurinn er að kynna Ísland sem vænlegan áfangastað fyrir kínverska ferðamenn. Ferðin er farin í tengslum við Heimssýninguna Expo 2010. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun leiða sendinefndina. 16.2.2010 16:11
Framkvæmdastjórn ESB mun mæla með aðildarviðræðum við Ísland Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun á fundi sínum þann 24. febrúar næstkomandi mæla með því að hafnar verði aðildarviðræður við Íslendinga. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Í fréttinni kemur fram að stjórnvöld á Íslandi hafi sagt að búist væri við að það tæki um 12 - 24 mánuði að ljúka viðræðum. 16.2.2010 14:36
Við erum komin að þolmörkum velferðarkerfisins, segir Jóhanna Fjárlagagerð næsta árs mun taka gríðarlega á ekki síst vegna þess að við erum komin að þolmörkum þess sem velferðarkerfið þolir, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í umræðum um stöðu efnahagsmála á Alþingi í dag. 16.2.2010 18:29
Áfram unnið að sameiningu ráðuneyta Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að enn sé unnið að sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Hún segist gera sér grein fyrir andstöðu við fyrirhugaða sameiningu meðal hluta Vinstri grænna. 16.2.2010 15:38
Fundi lokið – Engin ákvörðun um nýja samninga Fundi íslensku Icesave samninganefndarinnar við Breta og Hollendinga er lokið. Fundurinn var gagnlegur, segir Elías Jón Guðjónsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, og stendur til að halda viðræðum áfram. Hins vegar hafi Bretar og Hollendingar ekki fallist á að taka upp að nýju samningaviðræður um Icesave. 16.2.2010 14:13
Sex ára fangelsi fyrir skotárás í Þverárseli Birkir Arnar Jónsson, 23 ára gamall Reykvíkingur, var dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir tilraun til manndráps aðfararnótt sunnudagsins 15. nóvember síðastliðinn. 16.2.2010 13:05
Stofnfundur Lista Grindvíkinga Stofnfundur Lista Grindvíkinga verður annað kvöld, miðvikudaginn 17.febrúar, á Sjómannastofunni Vör. Að stofnuninni stendur breiður hópur fólks sem vill vinna faglega og lýðræðislega að málefnum bæjarins, að fram kemur í tilkynningu. 16.2.2010 16:40
Nýi hluti gjörgæsludeildar opnaður formlega Viðbygging gjörgæsludeildar á Landspítala Hringbraut verður formlega tekin í notkun á morgun klukkan þrjú. Í fréttatilkynningu frá Landspítalanum segir að gjörgæsludeildin við Hringbraut sé í „gamla spítala" 16.2.2010 15:35
Full ástæða til að óttast brottflutning fólks Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af brottflutningi fólks frá Íslandi. 16.2.2010 14:54
Fimm mánaða skilorð fyrir að berja mann með glasi Nítján ára gamall karlmaður úr Fjarðarbyggð hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan pilt og lamið hann með glerglasi. 16.2.2010 13:47
Jóhanna ætlar ekki að víkja Anne Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ætlar ekki að víkja breska hagfræðingnum Anne Sibert úr peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands vegna greinar sem hún skrifaði nýverið á vefritið VoxEu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði Jóhönnu út í málið við upphaf þingfundar í dag. Hann sagði að umrædd grein gangi út að Ísland sé ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni. 16.2.2010 13:46
Mun færri bílar nýskráðir Um 29% færri ökutæki voru nýskráð á tímabilinu 1. janúar til 15 febrúar í ár, miðað við sama tímabil í fyrra. Alls voru 316 ökutæki nýskráð í ár en 444 í fyrra, samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. 16.2.2010 13:39
Þýskt herskip til sýnis almenningi Stórt þýskt herskip liggur nú í Reykjavíkurhöfn. Þetta er freigátan Meckelnburg-Vorpommern sem kom í kurteisisheimsókn í gær og mun liggja við Miðbakka fram á föstudagsmorgun. Herskipið er opið almenningi til sýnis næstu þrjá daga milli klukkan tvo og fjögur, í dag, á morgun og á fimmtudag. Freigátan er sérstaklega smíðuð til kafbátahernaðar en einnig til loftvarna. Í áhöfn eru 199 manns en auk þess er 19 manna flugáhöfn. Freigátan var smiðuð í Bremen árið 1996 og er 6.275 tonn að stærð. Lengd skipsins er 140 metrar og breidd 16,7 metrar en það ristir 6,8 metra. Meckelnburg-Vorpommern gengur mest 29 hnúta. 16.2.2010 12:57
Þrjátíu börn fengu ókeypis tannlæknaþjónustu Þrjátíu börn á aldrinum 6 til 18 ára frá efnalitlum fjölskyldum hafa undanfarið fengið ókeypis tannviðgerðir hjá tíu tannlæknum. Tannlæknarnir buðu börnunum þessa þjónustu í gegnum Fjölskylduhjálp Íslands. 16.2.2010 12:36
Hæstiréttur er 90 ára í dag Hæstiréttur Íslands er 90 ára í dag, en hann var stofnaður þann 16. febrúar árið 1920. Af því tilefni efnir Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, til málþings. Á málþinginu mun Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra fjalla um frumvarp um dómstóla sem felur meðal annars í sér breytingar fyrirkomulagi við skipan hæstaréttardómara. 16.2.2010 12:08
Viðskiptaleg rök fyrir lögleiðingu spilavíta Samtök ferðaþjónustunnar sjá ekkert athugavert við lögleiðingu á starfsemi spilavíta hér á landi. Ferðamálastofa segir viðskiptaleg rök fyrir lögleiðingunni vissulega vera fyrir hendi. Mörgum spurningum er þó ósvarað. 16.2.2010 12:03
Íslenska samninganefndin fundar með Bretum og Hollendingum Íslenska Icesave samninganefndin settist á fund með samninganefndum Hollendinga og Breta klukkan ellefu í morgun. Hún ræddi við ráðgjafa sína á fyrir fundinn. 16.2.2010 11:56
Dvelur enn á Landsspítalanum Skoska konan, sem bjargað var kaldri og hrakinni af Langjökli í fyrrinótt, dvelur enn á Landsspítalanum, en hún hlaut minniháttar kal á höndum. Samkvæmt heimildum fréttastofu dvelur hún þar til öryggis, á meðan hún er að jafna sig á miklu andlegu losti, sem hún varð fyrir. 16.2.2010 11:52
Póstatkvæði í forvali VG endurtalin Að lokinni endurtalningu þeirra atkvæða sem greidd voru bréflega í forvali Vinstri grænna í Reykjavík 6. febrúar er ljóst að niðurstöður talningar eru þær sömu og á kjördag. Þetta kemur fram á vef VG. Viðstaddir endurtalningu voru umboðsmenn frambjóðenda, fulltrúar stjórnar VGR sem framkvæmdu talninguna, auk þess sem fulltrúi forvalsstjórnar mætti til að gera skil á kjörgögnunum. 16.2.2010 11:02
Á batavegi eftir slysið í Hoffelli Báðir mennirnir sem misstu meðvitund um borð í fjölveiðiskipinu Hoffelli á Fáskrúðsfirði á sunnudagsmorgun eru á batavegi. 16.2.2010 10:36
Löggan keyrir minna 163 ökutækjum lögreglu var ekið um 600 þúsund kílómetrum minna á árinu 2009 en árið áður. Þetta kemur fram í upplýsingum frá starfshópi ríkislögreglustjóra sem hefur eftirlit með tækjum og búnaði lögreglunnar. Í fyrra voru eknir rúmlega 4,5 milljónir kílómetra sem er um 12% minni akstur en á árinu 2008. Þá hefur tjónakostnaður sem fellur á lögregluna lækkað verulega milli ára, eða úr 13 milljónum árið 2008 í 5,4 milljónir á síðasta ári. Undir þennan lið falla öll tjón sem tryggingafélög bæta ekki. 16.2.2010 10:31
Vilja ódýrari frístundir fyrir börn og unglinga Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram á fundi borgarstjórnar síðar í dag tillögu um ódýrari frístundir barna og unglinga til að bregðast við erfiðri stöðu margra fjölskyldna í borginni. 16.2.2010 10:23
Fimm leituðu til læknis eftir bilveltu Fimm stúlkur voru fluttar til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja eftir að bifreið þeirra lenti út af veginum á Fellavegi rétt fyrir ofan byggðina í Vestmannaeyjum um ellefuleytið i gærkvöld. 16.2.2010 10:18
Á fimmta þúsund hata að Móri reyni að stinga þau Fljótlega eftir að fréttir bárust af átökum Magnúsar Björnssonar, sem er betur þekktur sem rapparinn Móri, og Erps Eyvindarsonar í húsakynnum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Skaftahlíð í gær var stofnaður hópur á Facebook sem heitir: „Ég hata þegar Móri reynir að stinga mig þegar ég er að skúra.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fjölgaði miðlimum hópsins ört og í dag eru þeir orðnir tæplega 4800. 16.2.2010 10:12
Telja nauðganir vera konum að kenna Rúmlega helmingur kvenna í Bretlandi telur að fórnarlömb nauðgana beri sjálf ábyrgð á verknaðinum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. 16.2.2010 09:45
Íris nýr formaður innflytjendaráðs Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað fulltrúa í innflytjendaráð til næstu fjögurra ára. Nýr formaður ráðsins er Íris Björg Kristjánsdóttir og tekur hún við af Hrannari B. Arnarssyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra. 16.2.2010 09:36
Bregst við dómi með nýju frumvarpi Eygló Harðardóttir hefur ákveðið að leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um frestun nauðungarsölu og flýtimeðferð einkamála vegna erlendra lána. 16.2.2010 09:14
Þrjú ár að hreinsa til á Haítí Forseti Haítís segir að það muni taka þrjú ár að fjarlægja húsarústir úr höfuðborginni Port au Prince og fyrr verði ekki hægt að hefja endurreisn af fullum krafti. 16.2.2010 08:44
Yfirhershöfðingi talibana handtekinn Bandaríska dagblaðið New York Times segir að Múlla Baradar hafi verið handtekinn í borginni Karachi í Pakistan fyrir nokkrum dögum, en dregið að skýra frá því þartil nú. Hann er sagður til yfirheyrslu í Karachi. 16.2.2010 08:24
Erpur og Móri ætla að kæra hvor annan Rapparinn Erpur Eyvindarson átti fótum sínum fjör að launa á útvarpsstöðinni X-inu í gær þegar annar rappari, Móri, réðst að honum vopnaður hníf og rafbyssu. 16.2.2010 06:00