Innlent

Framapotarar í meirihluta með Vöku og Röskvu

Vökuliðinn Jens Fjalar Skaptason er nýr formaður Stúdentaráðs.
Vökuliðinn Jens Fjalar Skaptason er nýr formaður Stúdentaráðs.

Skiptafundur Stúdentaráðs Háskóla Íslands fór fram í gær. Á fundinum tók til starfa nýr meirihluti sem byggir á samvinnu Vöku, Röskvu og Skrövku innan ráðsins.

Undanfarið ár hefur Vaka, félag lýðræðissinna, haft hreinan meirihluta í ráðinu og Röskva, samtök félagshyggjufólks, verið í minnihluta. Aftur á móti komst nýtt framboð Skrökva, félag flokksbundinna framapotara, í oddastöðu eftir kosningarnar sem fóru fram í byrjun mánaðarins.

Vökuliðinn Jens Fjalar Skaptason tók á sama tíma við af Hildi Björnsdóttur sem formaður Stúdentaráðs. Jens Fjalar stundar meistaranám í lögfræði en síðastliðið starfsár fór hann með formennsku í menntamálanefnd Stúdentaráðs.

Jens Fjalar segir mörg brýn verkefni bíða ráðsins en þar má helst nefna baráttu fyrir sumarönnum, janúar- og júníprófum og bættum lánskjörum svo fátt eitt sé nefnt, að fram kemur í tilkynningu frá Stúdentaráði.


Tengdar fréttir

Skrökvuliðar vilja ekki formanninn

„Þetta er akkúrat sú staða sem við óskuðum eftir. Nú getum við dregið hinar hreyfingarinnar að borðinu og knúið þær til einhverskonar samvinnu Aðalhugsunin hjá okkur er að útrýma fylkingum og meirihlutaræðinu,“ segir Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fyrsti maður á lista Skrökvu, félags flokksbundinna framapotara, sem fékk einn mann kjörinn í kosningum til Stúdentaráð Háskóla Íslands sem fóru fram í gær og fyrradag.

Skrökva komst í oddaaðstöðu

Kosningar til Stúdentaráðs í Háskóla Íslands fóru fram í gær og í fyrradag og liggja úrslit fyrir. Vaka hefur haft meirihluta í eitt ár en nýtt framboð, Skrökva, kom manni að í þetta skiptið og er í oddaaðstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×