Erlent

Björguðu lífi sínu með því að brjótast inn í fjallakofa

Dönsku unglingsstúlkurnar, sem týndust í skóglendi norður af Oslo í fyrradag og fundust heilar á húfi í gærmorgun, eiga líf sitt að þakka því að þeim tókst að brjótast inn í fjallakofa.

Þar komust þær í skjól, gátu vafið sig í ábreiður, sem þar voru , og nartað í hrökkbrauð sem þær fundu þar. Þegar þær heyrðu svo í þyrlu í gærmorgun, hlupu þær út og gátu vakið athygli flugmanna.

Stúlkurnar voru ekki vel búnar til útivistar á norska vísu, nestislausar og ekki í góðum hlífðarfötum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×