Innlent

Flugfreyjur samþykkja verkfallsheimild

Flugfreyjur í Flugfreyjufélagi Íslands samþykktu í atkvæðagreiðslu í gær að veita stjórn félagsins heimild til verkallsboðunar. Gert er fyrir að verkfallið geti hafist 2. janúar næstkomandi náist ekki samningar við Icelandair en að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélagsins, snýst kjaradeila flugfreyja um forgangsréttarákvæði í leiguflugi erlendis og starfsaldursákvæði.

Á skrifstofu félagsins fengust þær upplýsingar að 174 greiddu atkvæði af þeim 292 sem voru á kjörskrá. Af þeim sögðu 91 já og 79 nei. Fjögur atkvæði voru ógild. Framhald málsins ræðst um helgina þegar stjórn félagsins og samninganefnd hittast á fundi.

Í tilkynningu frá Iceland Express kemur fram að verkfallsboðunin komi ekki til með að hafa nein áhrif á starfsemi þess félags. Flugfreyjur og - þjónar Iceland Express tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni og raskast starfsemi Iceland Express því ekkert komi til verkfalls.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×