Innlent

Lögregla stöðvaði kannabisrækt

MYND/Páll Bergmann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í fyrradag ræktun á 210 kannabisplöntum í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði og lagði jafnframt hald á tæplega tvö og hálft kíló af marijúana. Upp komst um ræktunina eftir að lögregla lagði hald á 100 grömm af marijúna í íbúð í Reykjavík, þar sem karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn. Fyrr í vikunni fann lögreglan hundrað kannabisplöntur á lokastigi ræktunar í íbúð í vesturborginni. Talið er að málin tengist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×