Innlent

Ólína spyr um skuldameðferð sjávarútvegsfyrirtækja

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir. MYND/GVA

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðherra um skuldameðferð sjávarútvegsfyrirtækja í bönkum.

Hún vill vita hve mikið af skuldum útgerðarfyrirtækja varð eftir í þrotabúum gömlu bankanna þriggja, sundurliðað eftir bönkum. Ólína spyr einnig hve stór hluti skulda útgerðarfyrirtækja fluttist yfir í nýju bankana þrjá, sundurliðað eftir bönkum og hvaða verklagsreglur voru viðhafðar við mat á yfirfærslu skulda sjávarútvegsfyrirtækja úr gömlu bönkunum í þá nýju.

Þá spyr Ólína hvort lán sjávarútvegsfyrirtækja hafi verið afskrifuð eftir bankahrunið, og ef svo er, í hve miklum mæli. Og að síðustu spyr þingmaðurinn hvort lán sjávarútvegsfyrirtækja hafi verið fryst eftir bankahrunið, „og ef svo er hvaða upphæðir er um að ræða og til hve langs tíma?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×