Fiskvinnslur í hættu ef ákvörðun stendur 11. desember 2009 05:00 Fjölmörg fyrirtæki treysta á hráefniskaup á fiskmarkaði. Framboðið er hins vegar lítið. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.fréttablaðið/gva „Á þetta útspil ráðherrans lítum við innan samtakanna mjög alvarlegum augum. Það stefnir í að fjölmargir missi vinnuna vegna þess að svo til ekkert hráefni berst inn á fiskmarkaðina og leigumarkaðurinn er frosinn,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var boðað að knýja ætti á um frekari fullvinnslu sjávarafla hérlendis. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra boðaði að vigta skyldi allan fisk hérlendis og þannig fengju landvinnslur aðgang að hráefni á fiskmarkaði sem annars er flutt beint út. Nú hefur verið fallið frá þessum hugmyndum. Fimm prósenta útflutningsálag verður þó reiknað á útfluttan fisk frá áramótum, sem dregst frá aflamarki útgerðar sem flytur út til að ná fyrrgreindum markmiðum. „Þetta álag kemur ekki til með að skipta neinu máli. Ef þetta hefði átt að hafa áhrif á útflutninginn hefði álagið þurft að vera tíu til fimmtán prósent, þá myndi það skipta útgerðina einhverju máli,“ segir Jón Steinn. Jón Steinn segir að fjörutíu fiskverkanir víða um land treysti nær alfarið á hráefniskaup á fiskmörkuðum. Framtíð allra þessara fyrirtækja séu í hættu ef hráefnisskortur verði viðvarandi. Þetta þýði bara eitt: „Hjá nokkrum þessara fyrirtækja eru rúmlega hundrað starfsmenn og mörg hafa um fimmtíu manns. Ef ekki verða breytingar af hálfu ráðuneytisins stefnir það öllum þessum fyrirtækjum í hættu.“ Jón Steinn telur að það sama megi segja um starfandi fiskmarkaði. Sjávarútvegsráðherra telur að fimm prósenta útflutningsálag muni jafna aðstöðu á milli íslenskrar fiskvinnslu og þeirra sem flytji út. Markmiðið sé að tryggja atvinnu; fiskaflinn verði unninn hér á landi og virðisaukinn verði eftir í landinu. Hins vegar segir í tilkynningu frá ráðuneytinu að reynist aðgerðin ekki ná tilætluðum árangri muni ráðuneytið „án alls vafa grípa til frekari ráðstafana í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar“. Það sem ýkir vandann sem kominn er upp hjá fiskvinnslum sem treysta á markað er að lítill sem enginn fiskur berst til fiskmarkaða frá þeim fimmtíu til sjötíu útgerðaraðilum sem hafa byggt upp útgerð sína að hluta til af leigumarkaðinum. Eftir niðurskurð aflaheimilda er framboð á leigumarkaði hverfandi. Afli þessara útgerða berst því ekki á fiskmarkaði eins og tíðkaðist. svavar@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
„Á þetta útspil ráðherrans lítum við innan samtakanna mjög alvarlegum augum. Það stefnir í að fjölmargir missi vinnuna vegna þess að svo til ekkert hráefni berst inn á fiskmarkaðina og leigumarkaðurinn er frosinn,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var boðað að knýja ætti á um frekari fullvinnslu sjávarafla hérlendis. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra boðaði að vigta skyldi allan fisk hérlendis og þannig fengju landvinnslur aðgang að hráefni á fiskmarkaði sem annars er flutt beint út. Nú hefur verið fallið frá þessum hugmyndum. Fimm prósenta útflutningsálag verður þó reiknað á útfluttan fisk frá áramótum, sem dregst frá aflamarki útgerðar sem flytur út til að ná fyrrgreindum markmiðum. „Þetta álag kemur ekki til með að skipta neinu máli. Ef þetta hefði átt að hafa áhrif á útflutninginn hefði álagið þurft að vera tíu til fimmtán prósent, þá myndi það skipta útgerðina einhverju máli,“ segir Jón Steinn. Jón Steinn segir að fjörutíu fiskverkanir víða um land treysti nær alfarið á hráefniskaup á fiskmörkuðum. Framtíð allra þessara fyrirtækja séu í hættu ef hráefnisskortur verði viðvarandi. Þetta þýði bara eitt: „Hjá nokkrum þessara fyrirtækja eru rúmlega hundrað starfsmenn og mörg hafa um fimmtíu manns. Ef ekki verða breytingar af hálfu ráðuneytisins stefnir það öllum þessum fyrirtækjum í hættu.“ Jón Steinn telur að það sama megi segja um starfandi fiskmarkaði. Sjávarútvegsráðherra telur að fimm prósenta útflutningsálag muni jafna aðstöðu á milli íslenskrar fiskvinnslu og þeirra sem flytji út. Markmiðið sé að tryggja atvinnu; fiskaflinn verði unninn hér á landi og virðisaukinn verði eftir í landinu. Hins vegar segir í tilkynningu frá ráðuneytinu að reynist aðgerðin ekki ná tilætluðum árangri muni ráðuneytið „án alls vafa grípa til frekari ráðstafana í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar“. Það sem ýkir vandann sem kominn er upp hjá fiskvinnslum sem treysta á markað er að lítill sem enginn fiskur berst til fiskmarkaða frá þeim fimmtíu til sjötíu útgerðaraðilum sem hafa byggt upp útgerð sína að hluta til af leigumarkaðinum. Eftir niðurskurð aflaheimilda er framboð á leigumarkaði hverfandi. Afli þessara útgerða berst því ekki á fiskmarkaði eins og tíðkaðist. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira