Erlent

Pútín ræðst gegn spillingu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagðist á ríkisstjórnarfundi í gærkvöldi ætla að taka rækilega til í stjórnkerfi landsins og uppræta þá spillingu sem þar þrífst. Eldsvoðinn í Perm, þar sem 135 létu lífið í síðustu viku, er kveikjan að þessu átaki en Pútín segir harmleikinn skólabókardæmi um afleiðingar spillingar, tengsla embættismanna við viðskiptalífið og almenns vanhæfis þeirra. Yfirmaður eldvarnaeftirlits Perm hefur verið rekinn ásamt sex öðrum og fjórar ákærur gefnar út vegna málsins. Þá hefur borgarstjórinn í Perm sagt af sér vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×