Innlent

Óskar eftir fundi þingnefnda vegna Mjólku

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir sameiginlegum fundi viðskiptanefndar og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar vegna fyrirhugaðs samruna Mjólku og mjólkurbús Kaupfélags Skagfirðinga. Kaupfélagið á hlut í Mjólkursamsölunni, en hún er með yfirgnæfandi markaðshlutdeild, þannig að samkeppni á þessu sviði yrði úr sögunni. Eins og fram kom í gær gerir Samkeppnisstofnun athugasemd við samrunann, en búvörulög eru æðri en samkeppnislög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×