Innlent

Dæmdur fyrir að ofsækja barnsmóður sína

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að ofsækja barnsmóður sína og mann sem var með henni. Meðal annars hellti hann gosi inn um glugga hjá henni, á tölvu sem eyðilagðist í kjölfarið.

Þá ógnaði hann kærasta konunnar með því að beina að honum loftbyssu í gegnum bílrúðu þar sem hann ók framhjá Q-bar á Ingólfsstræti í febrúar á þessu ári. Auk þess hótaði hann að brjóta á honum lappirnar og svo ganga endanlega frá honum.

Hann sendi einnig smáskilaboð í síma barnsmóður sinnar í maí síðastliðnum en þar stóð: "Farðu til lögreglunnar og kærðu mig, ég mun meiða þig meira."

Hótunin var til þess fallin að vekja ótta hjá konunni um heilbrigði og velferð sína.

Sama mánuð braut maðurinn vopnaður hafnaboltakylfu ljós í innkeyrslu barnsmóður sinnar og kærasta hennar. Þá braut hann blómaker fyrir fram húsið og blómapott á palli við húsið. Sama dag las hann inn morðhótanir inn á símsvara þeirra.

Verjandi mannsins lagði fram vottorð yfirlæknis á göngu­deild geðsviðs Landspítala en þar var lýst geðlægðareinkenn­um mannsins. Ennfremur kom fram að hann væri á batavegi.

dómurinn taldi hótunarbrot mannsins alvarleg og því var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann hefur ekki gerst brotlegur við lög áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×